Réttur


Réttur - 01.01.1972, Qupperneq 48

Réttur - 01.01.1972, Qupperneq 48
 Barátta íra ,,Það, sem við verðum alltaf að gera lýðum Ijóst, er að við erum að berjast fyrir efnahags- legum réttindum fólks, sem er misrétti beitt, — ekki fyrir því að fá fylkin sex til Irlands aftur. Ég held að Suður-lrland sé efnahags- lega verr statt en við og ég vona að þegar við herðum baráttuna I Ulster, þá finnist líka fólk syðra, sem herðir baráttuna þar. Vera má að þetta sé bara áróðurstal. Það tekur langan tíma að fá nokkru áorkað. Og að lokum, held ég, verður árekstur — því aldrei hafa þeir, sem við völd eru, af- salað sér aðstöðu sinni baráttu- laust. En þegar þar að kemur, þá verður að heyja baráttuna, ekki í fylkjunum sex af hálfu kaþólskra, heldur í Irlandi öllu af hálfu verklýðsstéttarinnar. Aðeins ef um byltingu verklýðsstéttarinn- ar I öllu Irlandi er að ræða, erum við nógu mörg til að steypa því valdi, er nú drottnar." Bernadette Devlin í „The price of my soul" („Sál mín að veði"). 1970. „Annaðhvort getur fjallræðan drottnað í heiminum eða hún get- ur það ekki. Djöfullinn hefur rétt til að drottna, ef við látum honum haldast það uppi, en hann hefur engan rétt til þess að kalla drottn- un sina kristna menningu." John Boyle O’Reilly. „Eins og við höfum hvað eftir annað bent á þá er írska vanda- málið þjóðfélagslegt vandamál. Hin aldagamla barátta írsku al- þýðunnar gegn kúgurum sínum verður, þegar öllu er á botninn hvolft, barátta um valdið yfir tækj- unum til að lifa, yfir uppsprettum framleiðslunnar á Irlandi. Hver á að eiga landið og ráða því? Al- þýðan eða innrásarmennirnir; og ef innrásarmennirnir, þá hverjir af þeim — siðasti hópur landræn- ingjanna, eða synir ræningja fyrri kynslóðar? Þetta er grundvallar- atriði írskra stjórnmála og öll önn- ur mál verður að meta eftir því í hve rikum mæli þau þjóna hags- munum þeirra aðilja, er tekið hafa afstöðu í þessari baráttu um eign- arhagsmuni. Án þessa lykils að gildi atburðanna, þessa leiðar- hnoða til að skilja aðgerðir „hinna miklu manna", er saga Ira sam- safn óskildra staðreynda, vonlaus óskapnaður uppþota, svika, vél- ráða, múgmorða og tilgangslauss stríðs."-------- „Byltingarmenn fortíðarinnar voru vitrari (en ýmsir stjórnmála- menn sögunnar),* írskir sósíalistar eru vitrari í dag. I hreyfingu þeirra mun Norður-lrland og Suður-lr- land sameinast, aftur mun það sannast eins og 1798 að áhrif sameiginlegs arðráns getur búið til eldmóði fyllta uppreisnarmenn úr verkamönnum, sem eru mót- * Sleppt var á undan ádeilu á ýmsa írska stjórnmálamenn og þessu skotið inn hér til skýringar. mælendur, og gert kaþólska að alvöruþrungnum baráttumönnum fyir borgaralegu og trúarlegu frelsi, — og skapað úr báðum sameinaða lýðræðissinnaða sósí- alista.** James Connolly í „Labour in Irish History (Vinnustéttirnar í sögu Irlands). — Sjá um hann í Rétti 1950, bls. 198. „Amerískir lífshættir" „Svo er nú frá skýrt að ekki séu til störf eða stöður, miðaðar við ófaglærða eða hálffaglærða menn, nema fyrir helming þess skólafólks, sem fellur og getur ekki haldið áfram langskólanámi. Þriðjungurinn af þeim 26 miljón- um ungs fólks, sem kemur inn- á vinnumarkaðinn á 7. áratugn- um, er fólk, sem fellur á prófun- um. En hlutfallið í þessari tölu hvað negrana snertir, er 57% °9 í New York er það hvað 25 ára negra og eldri snertir 68%. Þeir eiga sér enga framtíð". Louis A. Ferman, Joyce L. Kornbluh, og Alan Haber f „Poverty in America (Fátækt i Ameríku), University of Michigan Press, Ann Arbor 1968. ** Connolly, sem var leiðtogi sósíalista og írsku páskauppreisn- arinnar 1916 og var drepinn þá, notar hér orðin „united social democracy," sem þá er enn al- menna orðið um alla sósialista. 48

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.