Réttur


Réttur - 01.07.1972, Side 4

Réttur - 01.07.1972, Side 4
arra á lögsögu íslendinga yfir fiskimiðunum er forsenda árangursríkra friðunaraðgerða. Hér verða raktir í annálsformi nokkrir helztu atburðir landhelgismálsins yfir sumar- mánuðina: 12. júlí efndu Einar Agústsson og Lúðvík Jósepsson til blaðamannafundar í Reykja- vík þar sem þeir greindu frá því að slitnað hefði upp úr viðræðum við Breta um land- helgismálið. 14. júlí: Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegs- ráðherra, undirritar reglugerðina um 50 mílna landhelgi Islands, sem taki gildi 1. september. „Einhugur okkar og fullkomin samstaða mun færa okkur fullan sigur í landhelgismálinu", sagði Lúðvík er hann flutti ávarp við undirimn reglugerðarinnar. 15. júlí gaf Þjóðviljinn út aukablað um ýmsa þætti landhelgismálsins. 22. júlí: Utanríkisráðherra undirritar samkomulag við Efnahagsbandalagið fyrir Islands hönd. Samkomulagið var háð því að „viðunandi lausn" fengist í landhelgismálinu. Með þessiun fyrirvara EBE reyna Vestur- Evrópuríki að byggja viðskiptamúr í kring- tun Islendinga vegna landhelgismálsins; að svelta Islendinga inni. 21. júlí: Bretar skjóta landhelgisútfærsl- unni til alþjóðadómstólsins í Haag með skír- skotun til samninganna frá 1961. Utanrík- isráðherra mótmælti málskotinu tafarlaust og lýsti því yfir að dómstóllinn hefði enga lögsögu í landhelgismálinu, þar sem óheilla- samningnum hafði verið sagt upp með sex mánaða fyrirvara og einróma sámþykkt al- þingis, 15. febrúar. 11. ágúst: Ríkisstjórnin sendir Bretum nýj- ar tillögur í landhelgismálinu, en umræður hafa nú legið niðri í réttan mánuð. Megin- atriði nýju tillagnanna eru: 1. Teknar verði upp viðrœður um, að veiðisvæði, œtluð brezkum skipum, nái á vissum svæðum inn að 12 mílunum, enáa er þá gert ráð fyrir að Bretar samþykki tíllögu íslendinga um veiðisvæði að öðru leyti, en hún var á þá leið að Bretar fengju að veiða á tveimur veiðisvæðum kringum landið en 4 svæði væru lokuð Bretum á sama tíma. 2. Bretar fengju heimild hér fyrir skip upp að 750 til 800 tonn að stærð, þó ekki frystitogara eða verksmiðjutogara. 3. Samningstímabilið nái til 1. júní 1974, ef samkomulag næst að öðru leyti. Islenzka ríkisstjórnin lýsti sig reiðubúna til viðræðna um ofangreind atriði enda við- urkenndi brezka stjórnin um leið þessi tvö grundvallaratriði: 1. Að Islendingar hafi framkvæmd þeirra reglna sem settar yrðu í sínum höndum, m. ö.o. að Islendingar hefðu sjálfir alla lögsögu, eftirlit og dómsvald. 2. Viðurkennt verði að Islendingar njóti meiri réttinda til fiskveiða innan 50 míln- anna en Bretar. Þessum tveimur atriðum höfðu Bretar hafnað 11. júlí. 16. ágúst: Undirritað samkomulag við Færeyinga um línu- og handfæraveiðar í fisk- veiðilögsögu íslands eftir 1. sept. Færeyingar viðurkenna lögsögu Islands og eru fyrstir til viðurkenningar. Viðræðum um togveiðar var frestað. 17. ágúst: Alþjóðadómstóllinn í Haag kveð- ur upp úrskurð í landhelgismálinu, enda þótt lögsaga hans í málinu sé engin og Islending- ar hafa undirstrikað afstöðu sína til dómstóls- ins með því að neita að senda fulltrúa til dómsins. Niðurstaða dómsins var sú að banna Islendingum að framkvæma reglugerðina frá 14. júlí gagnvart Bretum og Vestur-Þjóð- verjum og að þessar þjóðir megi fiska hér við land 110 - 170 þúsund tonn árlega! Dómstóllinn tók þó ekki afstöðu til þess 132

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.