Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 6

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 6
Guðmundsson, nýkominn frá hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann greinir m.a. frá því að ákvörðun okkar um útfærslu 1. september hafi flýtt fyrir hag- stæðri þróun hafréttarmála. 22. ágúst: Bretar gefa togaraskipstjórum skipun um að fela nafn og númer brezku / togaranna sem verði á Islandsmiðum eftir 1. sept. Ennfremur upplýst að Bretar neita að taka þátt í alþjóðlegum fiskverndunarrann- sóknum vegna þess að rannsóknarskip þeirra verði önnum kafin við að vernda lögbrjótana á Islandsmiðum. 28. ágúst: Brezka stjórnin lýsir því yfir að hún sé reiðubúin til þess að „beygja sig fyrir úrskurði Alþjóðadómstólsins”! Ríkisstjórn Islands fékk orðsendingu um þetta sama efni frá Bretum, sem þýddi um leið að þeir myndu ekki virða nýju fiskveiðimörkin. I orðsendingu sinni minntist brezka utanríkis- ráðuneytið ekki einu einasta orði á fyrrnefnt samningstilboð Islendinga. Þeir vilja því ekki semja. Færeyingar ráku frá bryggju tvo brezka togara sem höfðu breitt yfir nafn og númer. Smðningi Færeyinga var fagnað um allt Is- land. 30. ágúst: Brezka togaraauðvaldið skipar togurum sínum áð vera í tveimur hópum við Island. Þar með er miklum áfanga náð því í þéttum hópum undir herskipavernd geta Bretar ekki smndað árangursríkar fiskveiðar og friðunin er eitt aðalmarkmið útfærslunn- ar. Sovétríkin lýsa yfir, að útfærslan brjóti í bága við alþjóðlegar reglur, en „með hlið- sjón af hinni góðu sambúð Islands og Sovét- ríkjanna og mikilvægi fiskveiða fyrir Islend- inga myndu Sovétríkin vera reiðubúin til að viðurkenna forréttindi Islands til þess að á- kveða viss svæði á úthafinu út frá 12 mílna línunni". Sama dag kemur fram að norskir skipstjór- ar muni virða landhelgina. Þar með hafa þrjár þjóðir sem hér hafa átt skip við fisk- veiðar lýst viðurkenningu á lögsögu Islend- inga. 1. september: A miðnætti eignast Islend- ingar stærri landhelgi. Með útfærslunni í 50 mílur stækkar lögsögusvæði Islendinga um 141 þúsund ferkílómetra. Strax þá er Ijóst að Bretar ætla að halda uppi ögrunaraðgerð- / um við Island. Þeir hafa mgi togara, nafn- lausa og númerslausa, innan íslenzku land- helginnar. Vesmr-þýzkir togarar eru færri innan nýju landhelginnar og utar. Varðskipin skrá landhelgisbrjótana og að- vara þá, teknar em myndir af lögbrjómn- um. Lögð er áherzla á að skrá þá togara sem eru nafnlausir og númerslausir við veiðar. Alþýðubandalagið gerir samþykkt í mið- stjórn sinni um landhelgismálið, sem birt er í Þjóðviljanum 1. september. Akveðið er að efna til fjársöfnunar í land- helgissjóð. Nýju landhelginni er fagnað um allt Is- land. Fánar eru hvarvetna dregnir að húni og einingin einkennir daginn — einingin og ákvörðunin um að við vinnum sigur. 2. september: A bláðamannafundi lýsir sjávarútvegsráðherra Lúðvík Jósepsson því yfir að Islendingar hafi þá þegar vinning á hendinni: I fyrsta Iagi að Bretarnir haldi sig í hnapp og geti því ekki stundað árangurs- ríkar fiskveiðar og í öðru lagi að greinilegt sé að landhelgisgæzlan hafi truflað brezku togarana á miðunum. Þennan dag smggar Ægir um 20 brezkum togurum út úr landhelginni; skipstjórarnir tóku á flótta er þeir sáu vírahníf þann sem Ægir er útbúinn með, sem er notaður til þess að klippa á togvíra ef í harðbakka slær. 5. september: Lafði Tweedsmuir, aðaltals- maður Breta í landhelgismálinu, hótar Islend- 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.