Réttur


Réttur - 01.07.1972, Síða 8

Réttur - 01.07.1972, Síða 8
ingum herskipi. Daginn eftir heldur herskip- ið Aróra, 2.500 tonna skip, á Islandsmið, en herskipi þessu er einnig ætlað að taka þátt í hernaðarbrölti NATO í Atlanzhafi í mán- uðinum. — A utanríkisráðherrafundi Norðurlanda kemur fram aðNorðurlönd munu styðja sjón- armið Islendinga á alþjóðavettvangi. Skot- ar lýsa stuðningi sínum með álykmn Skozka þjóðernisflokksins. Ungt fólk í Noregi — sem berst gegn aðild lands síns að EBE — lýsir smðningi við Islendinga. Pólverjar lýsa sömu afstöðu til landhelginnar og Sov- étríkin höfðu áður gert, og þar með hafa allar þjóðir sem hér hafa stundað fisk- veiðar viðurkennt fiskveiðilögsöguna í verki — nema Bretar og Vesmr-Þjóðverjar. 7. september: Belgía og Island undirrita samkomulag um fiskveiðar Belga í landhelgi Islands. I samkomulaginu viðurkenna Belgíu- menn lögsögu og eftirlit Islendinga með land- helginni. Belgar fá að veiða á takmörkuðum svæðum í takmarkaðan tíma á ári. og heim- ildin nær aðeins til 18 skipa — yfirleitt lítilla skipa — og engra annarra belgískra skipa. Samningur þessi bannar Belgum að smnda hér humarveiðar. Samningurinn er stórt skref fram á við í landhelgismálinu, tvímælalaus sigur, og með honum er brotið skarð í þann verzlunarmúr, sem Bretar hafa haft forusm um að mynd- aður yrði utan um Island af öllum EBE-ríkj- unum. Þennan dag eru 55 brezkir togarar á mið- unum innan 50 mílnanna. 8. september: Bretar lýsa undrun sinni á því að Belgar skyldu gera samninga á áður- greindum grundvelli við íslendinga. Greini- lega er óánægja með belgíska samninginn á æðsm stöðum í Bretlandi. Hins vegar lýsa Belgar sjálfir ánægju með samkomulagið við Islendinga. 12. september: Landhelgisgæzlan læmr klippa á togvíra brezkra togara og Bretar krefjast aukinnar „verndar" fyrir lögbrjóta sína. 15. september: Ríkisstjórnin fær með bráðabirgðalögum heimild til þess að taka tvö hvalskip leigunámi eftir árangurslausar tilraunir til þess að fá skipin á leigu eftir venjulegum leiðum. Eigandi Hvals h.f. er í beinum sterkum tengslum við brezku tog- araútgerðina og lýsishringinn Unilever. Þennan dag ganga íslenzkir í Kaupmanna- höfn fylktu liði að brezka sendiráðinu undir merkjum og afhenda mótmæli. A einu spjaldi þeirra stendur „Cod Save The Queen"! 19- september: Ríkisstjórn Vesmr-Þýzka- lands hefur boðið upp á viðræður í Bonn um landhelgismálið við fulltrúa Breta og Vest- ur-Þjóðverja. Þessu boði hafnar ríkisstjórn Islands í fyrsta lagi á þeim forsendum að ó- eðlilegt sé að efna til viðræðna þriggja ríkja samtímis og í öðru lagi á þeim forsendum að ríkisstjórnin muni að sjálfsögðu aðeins ræða þessi mál í Reykjavík — en ekki í Bonn. Sama dag gerir brezkur togaraskipstjóri tilraun til þess að kafsigla vélbátinn Fylki NK 102 suðausmr af Langanesi. Þessari of- beldistilraun mótmælti íslenzka ríkisstjórnin. Enn sama dag er samið um að heimila 9 færeyskum togumm veiðar milli 12 og 50 mílna. Hér er um að ræða bráðabirgðasam- komulag sem gildir um óákveðinn tíma. 22. september: Varðskipið Oðinn klippir frá vörpu tveggja brezkra togara. 24. september: I grein í Þjóðviljanum segir Lúðvík Jósepsson að jxjrskafli fyrsm átta mánuði þessa árs sé 30% minni en á sama tíma í hitteðfyrra. Þessa staðreynd verði að hafa í huga við athugun á samning- um við aðrar þjóðir um landhelgismálið. 136

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.