Réttur


Réttur - 01.07.1972, Síða 9

Réttur - 01.07.1972, Síða 9
ÁSMUNDUR SIGURJÓNSSON: „ VALDAJAFN VÆGI” í STAÐ „ORYGGIS Þegar annar þáttur hernámsins á íslandi hófst með „varnarsamningnum" og land- göngu bandaríska hersins 1951, færðu for- svarsmenn hernámsins fram þau rök fyrir nauðsyn þess, að ófriðarástand ríkti í heim- inum og öryggi Islands væri þess vegna sér- stök hætta búin. Ef hér væri ekki fyrir varu- arlið frá vinveittu lýðræðisríki, myndi hrammur heimskommúnismans fyrr en varði leggjast yfir landið og íslenzka þjóðin verða hneppt í viðjar hins kommúnistíska þræi- dóms. Arum saman dundi áróður af þessu tagi á Islendingum úr blöðum og af vörum ráða- manna þeirra stjórnmálaflokka, sem að her- náminu stóðu. Orðalagið tók kannski ein- hverjum breytingum þegar á leið, en megin- ÍSLANDS” röksemdin fyrir „nauðsyn" hernámsins var jafnan sú sama: Það var öryggi Islands, ör- yggi íslenzku þjóðarinnar, sem var í húfi. Dirfðist einhver að benda á þær augljósu staðreyndir, að herstöðvar Bandaríkjanna á Islandi væru aðeins einn hlekkur í sam- slungnum herstöðvakeðjum þeirra um alla heimsbyggðina, að Island væri einungis peð í hernaðartafli hins bandaríska risaveldis, að dvöl bandaríska herliðsins hér væri ekki Is- lendingum til verndar, heldur aðeins þáttur í þeirri yfirlýsm stefnu Bandaríkjanna að einangra og „loka inni" („contain") Sovét- ríkin og bandamenn þeirra — þá þótti ekki taka því að svara þeim rökstuddu staðhæf- ingum, nema þá með skætingi. íslenzkir forsvarsmenn hernámsins voru 137

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.