Réttur


Réttur - 01.07.1972, Qupperneq 28

Réttur - 01.07.1972, Qupperneq 28
skæru ljósi á hinn mikla mismun, sem er milli hinna ríkjandi Púnjaba í vestri og Bengala í austri, bæði í þjóðernislegu og menningarlegu tilliti. Austur-Bengalir standa nærri öðrum þjóðum Suðaustur-Asíu um neyzluvenjur og aðra þjóðsiði, en tunga þeirra og menning eru nátengdar tungu og menningu Vestur-Bengala á Indlandi. Menn- ing Punjaba er miklu fremur mótuð af land- námi indóevrópskra manna á þessum slóðum fyrir rúmum 3000 árum og af Múhameðs- trúnni, sem Persar og Tyrkir komu á í land- inu skömmu eftir 1000. Afstaða Punjaba gagnvart Bengölum hefur einnig mótazt mjög af kynþáttafordómum; þeir líta á Ben- gali sem fátæka þjóð bænda og kaupahéðna, sem ekki kunni að berjast og þeir standi því „á lægra stigi" en Punjabir. Afturhaldssjónarmið lágu að baki stofnunar Pakistansríkis Hið eina, sem tengdi Vestur-Pakistan og Austur-Bengal saman, þegar Pakistanríki var sett á stofn 1947, voru trúarbrögðin (Múha- meðstrú var ríkjandi í báðum ríkishlutunum). En þessi afturhaldssami grundvöllur, sem ríkisstofnunin hvíldi á, var fremur ótraustur. Púnjabir höfðu verið meðal hinna fyrstu af íbúum Indlandsskaga, sem snerust til Múha- meðstrúar, en Bengalir tóku þá trú ekki fyrr en löngu síðar. Trúskiptin gáfu hinum fá- tæku belgönsku bændum færi á að losna úr viðjum erfðastéttakerfis hindúismans (Brahmatrúarinnar), en Púnjabir litu á Ben- gali sem „annars flokks" Múhameðstrúar- menn og hömruðu stöðugt á að þeir yrðu að verða heitari og hreinni í trúnni, ef þeir ætl- uðu sér að hljóta jafnrétti. Af framansögðu ætti að vera Ijóst, að að- skilnaður frá Vestur-Pakistan var óhjákvæmi- leg forsenda þess að Ausmr-Bengalir gætu öðlazt efnahagslegt frelsi og félagslegar framfarir. Möguleikar á að samhæfa bylt- ingarbaráttuna í austur- og vesturhluta ríkis- ins hafa naumast verið fyrir hendi, enda fjarlægðin milli ríkishlutanna 1600 km. Að vilja viðhalda einingu Pakistanríkis var að ganga erinda afmrhaldsafla. Kosningarnar 1970 og sexliða stefnuskrá Awamibandalagsins Oll þjóðin í Ausmr-Bengal átti sameigin- legra hagsmuna að gæta í barátmnni gegn forréttindastéttinni í Vestur-Pakistan. Sú stað- reynd, að jafnstór hluti þjóðarinnar og raun bar vitni, fylkti sér um forustu Awamibanda- lagsins, táknaði alls ekki að allur sá hópur væri þeim sammála í öðmm málum. Mesm máli skipti, að Austur-Bengalir kæmu fram sem ein órofa heild, því að allur klofningur hefði einungis orðið vatn á myllu forréttinda- stéttarinnar í vestri. Hin órofa samstaða Ausmr-Bengala kom greinilega í ljós í kosningunum í desember 1970, þegar Awamibandalagið hreppti 167 þingmenn af 169, sem kosnir voru í þessum ríkishluta til hins nýja stjórnlagaþings. Hér var um að ræða fyrsm frjálsu kosningarnar í sögu Pakistans, en þær voru haldnar, eftir að Ayub Khan hafði orðið að segja af sér forsetaembætti 1969 vegna þrálátra óeirða, fjöldagangna og verkfalla. Eftirmaður hans, Yahya Kahn hershöfðingi, varð að lofa að láta fara fram kosningar, svo að honum yrði sætt í valdastól. Kosningastefnuskrá Awamibandalagsins var í sex liðum. Stefnuskrá þessi var fyrst birt 1966 og fól hún í sér kröfur um víð- tæka sjálfstjórn til handa Ausmr-Bengal. Meginatriði stefnuskrárinnar voru þessi: 156
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.