Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 54

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 54
VIETNAM BLÓÐSKULD BANDARÍKJANNA Það er nokkur mælikvarði á siðferðisstig þjóð- ar vorrar hverja afstöðu hún tekur í þeim hild- arleik, sem háður er i Vietnam. Vart munu nokkru sinni i veraldarsögunni hafa ást við ójafnari and- stæðingar: bláfátæk bændaþjóð, sem er að verja frelsi sitt, — og háþróaðasta og ríkasta stóriðju- veldi heims, sem beitir öllum djöfullegustu eyði- leggingar- og ógnartækjum vísindanna til að brjóta þrek hinna fátæku á bak aftur — árangurslaust. HETJUÞJÓÐIN Þjóð Víetnam á fjögur þúsund ára gamla sögu að baki. Hún hefur kynst kúgun sem nýlenda í þúsund ár og lært að meta frelsið. „Ekkert er dýr- mætara en sjálfstæði og frelsi", sagði Ho Chi Minh, þjóðarleiðtoginn góði. Kjörorð ágústbylting- arinnar 1945 var: „Fremur að færa hinstu fórn en þola þrældóm". Síðan hafa tvær kynslóðir barizt og dáið til að létta oki Japana, svo Frakka og nú Bandarikjanna af þjóðinni. I sumum fjölskyldum hafa á þessum 27 árum þrjár kynslóðir barizt og fært fórnir til þess að afla þjóðinni frelsis. Fátæk, búin frumstæðustu vopnum, barðist þjóðin I 9 ár, unz sigurinn vannst á franska ný- lenduveldinu við Dien Bien Phu. Síðan hefur frelsisbaráttan við arftaka frönsku kúgunarinnar, Bandaríkin, staðið í 18 ár — og Bandarikin hafa gert allt Víetnam að vígvelli, hvert þorp, hvern akur, allan skóg. ORSÖKIN Orsök striðsins er sú að amerísk auðmanna- stétt ágirnist málmana í jörðu landsins og sú á- girnd óx, er olía fannst í sjó þess. Og bandarískt hervald ágirntist herstöðvar í landinu og keypti sér því leppa þar. Það var logið upp árekstri milli amerísks skips og víetnamskrar fleytu, til að blekkja Bandarikja- þjóð og geta hafið stríðið. Þetta er nú viðurkennt í Bandaríkjunum. Fjórir forsetar þeirra hafa nú blekkt þing og þjóð, logið að þeim, til þess að geta háð þetta „skituga" stríð. Hugarheimur Bandarikjaþjóðar hefur verið af- skræmdur, hermenn hennar fylltir dreggjum eitur- lyfja til þess að geta haldð áfram þessu svívirð- ingarstríði, — en samt hefur það tapazt. En metn- aður hrokafulls hervalds þolir það ekki að tapa stríði fyrir fátækri bændaþjóð. Og þegar mikill hluti Bandaríkjaþjóðar, einkum æskunnar, ris upp gegn hinni ranglátu styrjöld, tjóni fjörs og fjár, 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.