Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 53

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 53
Pétur G. Guðmundsson Þorsteinn Erlingsson Ottó N. Þorláksson að hafa sagt hve sér sárnaði niðurlægingin i þess- um efnum hér heima: „Frá minni hendi get ég nú ekki bent á nema ofurlitið af góðum vilja. Og það vita margir góðir menn í þessu félagi, að ég hefi boðið fram þá litlu fræðslu, sem ég gat veitt, ef menn hefðu séð sér gagn að því að þiggja það. Af þvi það er sann- færing mín að fræðslan og þekkingin komi ykkur upp á samtaka og sigurbrautina. Þessi sannfæring mín er orsök í því að ég stend hér í kveld. — Sannfæringin um það, að SANNLEIKURINN MUNI GERA YKKUR FRJÁLSA.* Þeim eina konungi vil ég vinna það, sem ég vinn.“ Máske hefur ádrepa Þorsteins og bardagahvöt ýtt undir þá sósíalista og brautryðjendur í verka- lýðssamtökum, sem fyrir voru i félaginu og valdið nokkru um að Verkamannafélagið Dagsbrún hófst nú handa um að útbreiða sósíalistiska þekkingu á þjóðfélagsástandinu utan lands og innan. I janúar 1913 er kosin ný stjórn: Pétur G. Guð- mundsson formaður (það hafði hann og verið 1910 * Leturbreyting í ræðunni eins og hún er prentuð. og 1911), Sighvatur Brynjólfsson varaformaður, Ottó N. Þorláksson ritari, Jón Jónsson (Tjarnargötu 6) fjármálaritari. Og i maímánuði 1913 hefst Dags- brún handa um útgáfu „Verkamannablaðsins", var Jón Jónsson ábyrgðarmaður, en Pétur G. afgreiðslu- maður og mun um leið hafa skrifað meginið af blaðinu. Það blað lifði fram í ársbyrjun 1914. (Síðasta tölublað kom út 10. jan. 1914). Það hafði verið ágreiningur um útgáfu blaðsins og segir svo um hann í afmælisblaði Dagsbrúnar á 30 ára afmælinu 1936: „Vorið 1913 samþykkti Dagsbrún að hefja út- gáfu Verkamannablaðsins. Um þær mundir var uppi allmikill skoðanamunur í félaginu og óvæg átök milli hinna eldri og ihaldssamari manna annarsveg- ar og hinsvegar þeirra, sem kröfðust meiri og við- tækari starfsemi. Ihaldssamari mennirnir höfðu bet- ur um sinn. Þess galt Verkamannablaðið og lagð- ist það niður eftir hálft ár. Fjárhagslegur halli af útgáfu blaðsins greiddur úr félagssjóði Dagsbrún- ar nam þó aðeins kr. 15,28." I bæjarstjórnarkosningum 26. janúar 1914 er D- listinn í kjöri frá Dagsbrún og á honum eru: Sighvatur Brynjólfsson næturvörður (varaform. Dagsbr.). 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.