Réttur


Réttur - 01.10.1972, Qupperneq 60

Réttur - 01.10.1972, Qupperneq 60
miðlanna. Hann sýndi af sér það raunsæi skálksins að bezt myndi vera að halda frið við þá stóru — Kína og Sovétríkin, — heim- sótti Peking og Moskvu, — en láta sér nægja að reyna að kúga þá smáu með múgmorðum eða viðskiptabanni, — sjá framferðið gagn- vart Vietnam og Kúbu. Allt þetta heitir á hræsnismálinu: lýðræði og ást á sjálfstæði þjóða. „111 var þín fyrsta ganga" — má segja um bandaríska imperíalismann. Ein fyrsta árás- arstyrjöld hans til að kúga smáþjóðir var í Filipseyjum 1899—1902. Filipseyjar höfðu verið spánsk nýlenda. Eyjaskeggjar höfðu ris- ið upp gegn nýlendukúguninni, er Bandarík- in voru í stríði við Spánverja. 1898 var undir forustu Aguinaldo lýst yfir lýðveldi á eyjun- um og Bandaríkjamönnum þökkuð aðstoð. En 1899 hófu Bandaríkin árás til að brjóta lýðveldið undir sig. I þrjú ár myrtu þeir íbúana, hernaðarsjúkdómar geysuðu. Enginn hjálpaði Filipseyingum gegn ofbeldinu. 6l6 þúsund íbúa létu lífið fyrir vopnum Banda- ríkjamanna eða af sjúkdómum, er stríðið olli. Frelsishreyfingin var kæfð í blóði. — Það mun lítt kennt um þessi morð í mannkyns- sögunni. Múgmorð og rán gagnvart Indíánum hafði verið „heimaiðnaður". Nú urðu árásarstyrj- aldir stóriðja ameríska auðvaldsins. Vopna- framleiðsla hefur í þrjá aldarfjórðunga verið mesta gróðalind amerískra auðhringa. En það var óvinsælt að láta drepa mikið af ame- rískum hermönnum. Því eru nú keyptir leppar — eins og í Saigon — og látnir „brúka kjaft" og hraðað til þeirra gífurleg- um vopnasendingum, svo gróðavænlegasti atvinnuvegur amerísks auðvalds blómgist á blóðökrum Vietnam. Það eru auðsjáanlega engin takmörk fyrir hræsni og grimmd amerískrar yfirstéttar. ÆVI FRELSISHETJU í 3. hafti Réttar var sagt stuttlega frá andláti John B. Marks, leiðtoga Kommún- istaflokks Suður-Afríku. Hann var og löng- um aðalforustumaður African National Congress (ANC), sjálfstæðishreyfingar Suður- Afríku-búa. Skal nú sagt nokkru gerr frá ævi þessa merka baráttumanns. Islendingum er nauðsyn að fylgjast vel með því hvers konar barátta það er, sem alþýða manna verður að heyja þar syðra. J. B. Marks var fæddur 21. marz 1903 í Ventersdorp í Vestur-Transvaal. Faðir hans, blökkumaður, var járnbrautarverkamaður, móðirin yfirsetukona o. fl. Hann var sjöunda barn þeirra. Eftir að hann hafði lokið barna- skólaprófi, vildi hann halda áfram, en var bannað það vegna litarháttar. Þó tókst að lokum að koma honum í einskonar kennara- skóla í Pretoríu. Þegar frændur hans kvöddu hann á járnbrautarstöðinni, sögðu þeir við hann: John, þú verður að verða prestur og biðja til guðs að létta byrði okkar." Á skólanum beittu hvítu kennararnir mik- illi hörku við svörtu nemendurna. Fór því svo að J. B. — eins og hann ætíð var kall- aður — gekkst fyrir fyrsta verkfallinu á ævi sinni og tókst nokkuð að bæta kjörin. Og J. B. varð ljóst að framundan beið hans bar- átta gegn félagslegri og þjóðflokkakúgun. Eftir að hafa tekið próf í kennaraskólanum og farið að kenna börnum blökkumanna, hófst stjórnmálastarfsemi hans. Kommúnista- flokkur Suður-Afríku hafði verið stofnaður 1921 og 1928 gekk J. B. í hann. 16. des. 1929 var minnzt hins blóðuga frelsisstríðs, sem Zulu-menn höfðu háð gegn sameinuðum her Búa og Breta og tapað, því kúgararnir höfðu nýtízku vopn, hinir fornald- arverjur. Á þessum fundi hélt J. B. minn- ingarræðu. Réðust þá hvítir fasistar á fundar- 252
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.