Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 52

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 52
Loftur Guttormsson: Bandaríkin og Kína II. Annáll: Samskipti Bandaríkjanna og Kína 1949—72 1949 1. okt. Lýst yfir stofnun Alþýðulýðveldis- ins Kina. Des. Tshang Kæ-shek myndar stjórn á Taiwan (Formósu) og fer fram á pólitíska og hernaðarlega aðstoð af hálfu Bandaríkj- anna. 1950 1.—2. jan. Þingmenn repúblikana og demókrata í öldungadeildinni lýsa sig hlynnta stofnun bandarískra flotastöðva á Taiwan. 6. jan. Truman forseti lýsir yfir: „Banda- ríkin hafa ekki hugsað sér að stofna her- stöðvar á Taiwan." Febr. Bandaríkjaþing veitir stjórn Tshang Kæ-sheks fjárhagsaðstoð. 25. júní. Kóreustyrjöldin hefst. 27. júnt. Trúman forseti fyrirskipar 7. flota Bandaríkjanna „að hindra allar aðgerðir gegn Formósu". Þetta er fyrsta vottorð inni- lokunarstefnunnar gagnvart Kína. 25. okt. Eftir að Bandaríkin hafa virt að vettugi ítrekaðar viðvaranir kínverskra kommúnista um að þeir muni hlutast í Kóreu- styrjöldina, ef herlið hinna fyrnefndu sæki norður fyrir 38. breiddarbaug, hefja kínversk- ir „sjálfboðaliðar" þátttöku í styrjöldinni, við hlið N-Kóreu. Nóv. Að tilhlutan Bandaríkjanna fordæmir Allsherjarþing SÞ Kínverja sem árásaraðila í Kóreu. Sjú En-læ forsætisráðherra kveður þessa samþykkt vera „móðgun við kínversku þjóðina". 1951 Bandaríkjaþing bannar með lögum öll viðskipti við Kína og hótar þeim þjóðum refsiaðgerðum er brjóti bannið. 18. maí. Dean Rusk varautanríkisráðherra lýsir því yfir að „þjóðernissinnastjórn Kín- verska lýðveldisins (Formósa) ... sé sannari fulltrúi mikils meirihluta Kínverja" en stjórn kommúnista i Peking. 1953 3. febr. Eisenhower forseti fyrirskipar 7. flotanum að láta afskiptalausar aðgerðir sjó- og lofthers Tshang Kæ-sheks gegn megin- landinu. 23. júlí. Undirritað í Panmunjon vopna- hlé er bindur endi á Kóreustríðið. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.