Réttur


Réttur - 01.04.1973, Síða 3

Réttur - 01.04.1973, Síða 3
KVEÐJA Sigurður Guðmundsson ritstjóri Sigurður Guðmundsson, ritstjóri Þjóðviljans i þrjá áratugi, andaðist 11. april 1973 sextugur að aldri. Hans merka og mikla brautryðjendastarfs fyrir Þjóðviljann og sósialisma á islandi var minnzt rækilega og vel i Þjóðviljanum 19. april og skal ekki endurtekið hér. En Sigurður Guðmundsson var lika ritstjóri Rétt- ar um skeið, árin 1943 og 1944. Það var eftir lifs- kjarabyltinguna 1942, hina miklu sigra Sósialista- flokksins og verklýðshreyfingarinnar í skæruhern- aðinum og tvennum alþingiskosningum. Gunnar Benediktsson, sem verið hafði þá ritstjóri Réttar 1941—42 og einnig gefið út Nýtt Dagblað hafði haldið í austurveg — til Hveragerðis — eftir þau afrek, er hann hafði unnið í þjónustu hreyfingar- innar. Sigurður tók nú við Rétti og hóf þegar að gera á honum miklar og góðar breytingar að frágangi og skrifum og fékk nýja krafta til samstarfs, svo greinilegt var að Réttur myndi verða bæði fjöl- breyttara og sókndjarfara i höndum hans. En starfs- krafta og starfshæfni Sigurðar var og krafizt annarsstaðar. Eftir að hafa verið blaðamaður við Þjóðviljann frá ársbyrjun 1937, var þess nú óskað af miðstjórn flokksins 1943 að hann tæki að sér ritstjórn Þjóðviljans. Til lengdar varð báðum þess- um ritstjórnarstörfum ekki sinnt og helgaði Sig- urður þvi starf sitt fyrst og fremst Þjóðviljanum eftir 1944. En hvatning sú, sem hann sendi þeirri kynslóð, er þá var að vaxa upp eftir umbyltinguna 1942, á ef til vill enn meira erindi til þeirrar kynslóðar, er nú vex úr grasi, og sú leiftrandi bjartsýni, sem þá bjó í orðum hans, á máske meiri rétt á sér nú. En hún er um leið fagurt dæmi um þær miklu vonir, sem sósialistar gerðu sér 1943, er þetta var skrifað, — vonir, sem þó munu um siðir ræt- ast, þó eigi hafi orðið eins fljótt og hinn bjartsýni brautryðjandi trúði. Látum því eftirfarandi kafla úr grein Sigurðar „Sigurhorfur" í Rétti 1943 verða kveðju hins gamla ritstjóra Réttar og hvatningu til lesenda hans nú og æskunnar framar öllu: 67

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.