Réttur


Réttur - 01.07.1973, Síða 1

Réttur - 01.07.1973, Síða 1
œttur 56. árgangur 1973 — 3. hefti Sagan af samskiptum íslendinga við Bretland og Bandaríkin síðasta aldar- þriðjung er sagan af ofbeldi og úrslitakostum. Við vitum hvað gerðist 1940, 1941 og 1946: 9. apríl 1940 hótaði brezka ríkisstjórnin að hertaka Island — í bréfi til þjóð- stjórnarinnar. Þjóðstjórnin þagði gagnvart þjóðinni, en skrifaði Bretum að hún myndi mótmæla — í orði kveðnu. 24. júní 1941 voru íslenzku ríkisstjórninni settir úrslitakostir að biðja um „hervernd Bandarikjanna af frjálsum vilja". Brezkum ræðismanni hafði verið falið að sjá um (,,to see to“) að íslenzka ríkisstjórnin samþykkti þetta. Hún gerði það, — með „hnífinn á hálsinum" eins og einn alþingismaður íhaldsins orðaði samþykki sitt — nauðugur. Eftir alþingiskosningar 1946 kvaðst Bandaríkjastjórn myndu hafa her sinn áfram á islandi, þegar hún fékk ekki samþykktar 99 ára herstöðvarnar. Hún var ákveðin í að hafa að engu „samninginn" frá 1941 um að flytja herinn brott eftir stríð. Þáverandi forsætisráðherra, Ólafur Thors, stóð frammi fyrir þessu ofbeldi, er hann gerði Keflavíkursamninginn við bandaríska útsend- ara og fór á bak við samstarfsmenn sína í ríkisstjórninni. Því kvað hann Keflavíkursamninginn eina ráðið til að „losna við herinn". Hann gerði það ekki með glöðu geði. Það er vafalaust sá verknaður, er hann hafði í huga, þegar hann svaraði venjulegu níði um kommúnista, á þingflokksfundi í Sjálf- stæðisflokknum (um að þeim væri ekki treystandi) með þessum orðum: „Kommúnistarnir, það eru þeir einu menn, sem ég hef svikið". ★ Við vitum hvað gerðist 1949. Ríkisstjórnir Islands og Bandaríkjanna lofuðu því hátíðlega er gengið var í Nato, að aldrei yrði farið fram á að hafa her hér á friðartímum. 145

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.