Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 9

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 9
I. ALÞÝÐAN VAR AÐ SIGRA Þjóðfylkingin hafði fengið 36% atkvæða við forsetakosningarnar 1970 og Allende verið kosinn forseti samkvæmt sterkri lýð- ræðishefð Chile. Ríkisstjórn Þjóðfylkingar- innar hélt sér algerlega innan ramma lag- anna, — en fyrri þing höfðu, oft í lýðskrums- augnamiði, samþykkt m.a. mörg þjóðnýting- arlög gegn einokunarfyrirtækjum erlendra auðhringa, en Allende nú framkvæmt þessi lög, sem vissulega voru í samræmi við vilja fólksins. Þjóðfylkingin var að vinna á í hverjum kosningum. Afturhaldið innan lands og utan óttaðist að hún fengi hreinan meirihluta á þingi í næstu þingkosningum. Þessvegna lét auðhringavaldið ameríska til skarar skríða í Chile í september 1973 með landráðum og uppreisn svikulla hershöfð- ingja og banni og blóðbaði gagnvart verk- lýðshreyfingu Chile og lýðræðinu í landinu. II. SKEMMDARVERK AMERÍSKS AUÐVALDS NÁ HÁMARKI í UPPREISN OG LANDRÁÐUM Strax og amerísku auðhringarnir sáu hvað verða vildi í Chile: að gífurlegar gróðalindir þeirra þar gætu orðið alþjóðareign, — hófu þeir undirróðurinn að því að steypa hinni löglegu stjórn. Upp komst snemma um til- boð ITT (International Telephon and Tele- graph Co.,), — eins víðfeðmasta auðhrings heims, til CIA, — amerísku leyniþjónust- unnar, — um miljón dollara framlag til að hindra kosningu Allende sem forseta. Og keðja skemmdarverka gagnvart atvinnulífi Chile hófst nú að undirlagi hins ameríska auðhringavalds og CIA: Verðfall var skipu- lagt á kopar, — hann var lækkaður úr 750 sterlingspundum í marz 1970 niður í 394 í nóv. 1971, en hækkaður strax eftir uppreisn- ina upp í 850 sterlingspund. Bann var sett á ýmsar útflutningsvörur Chile í höfnum auð- valdslandanna, skip með þjóðnýttum kopar tekin eignarnámi í Bandaríkjunum og ýms- um löndum Vestur-Evrópu, Chile var neitað um lán. Það átti að skipuleggja vöruskort og hungur. Skipulögð voru skemmdarverk í iðn- aðinum. Með gífurlegum fjárstuðningi frá CIA var komið á verkbönnum stóratvinnu- rekenda m.a. í flutningakerfinu og millistétta- menn æstir til atfylgis þeim. (Kölluð verkföll af amerískt hugsandi fréttastofum og blöðum hér). Dýrtíð var skipulögð af afturhaldsöfl- unum eftir mætti og lýðskrumsblöð afmr- haldsins reyndu að hagnýta sér erfiðleikana, sem af því leiddu, sem frekast var unt. En þegar allt kom fyrir ekki og fylgi al- þýðufylkingarinnar stórjókst engu að síður, var látið til skarar skríða. Fasistisku herforingjarnir, er landráðin frömdu, höfðu samráð við Bandaríkjastjórn, sem vissi um tímasetningu uppreisnarinnar sólarhring áður en hún hófst. Bandarísk herskip voru á sveimi við strendur Chile, ef á þyrfti að halda. Og talið er að dulklæddir 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.