Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 11

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 11
amerískir flotadátar hafi tekið þátt í upp- reisninni (eins og í Grikklandi). En aðal- bakhjallur uppreisnarinnar erlendis frá er CIA, alræmdasta njósna- og skemmdarverka- stofnun heims. Forstjóri CIA er nú W. E. Colby, skipaður af Nixon í maí þessa árs. Hann hafði starfað 23 ár í CIA og þar af meir en áramg í Saigon og verið höfuðkraftur í að skipuleggja hryðjuverk fasistanna þar. M.a. liggur hann undir ákæru frá amerísku eftirlitsnefndinni CARIC um að hafa bara á árinu 1971 látið myrða 55.464 menn, kon- ur og börn í Víetnam og borið ábyrgð á að láta varpa yfir 100.000 manns, er kallaðir voru kommúnistar, í fangelsi og „tígrisbúr" fasistanna í Víetnam. Hann kann því það handverk böðlanna, sem hafið var til vegs og valda að undirlagi CIA í Chile. Landráða-hershöfðingjarnir, leiguþý ame- ríska auðhringavaldsins, réðust svo 11. sept- ember með skriðdrekum og flugvélum á for- setahöllina til að drepa forsetann og ráð- herra hans. Allende forseti varðist sjálfur með byssu í hönd til hinsm stundar, úr forseta- stólnum eftir að sár þau, er hann hlaut hindr- uðu hann í að geta staðið uppréttur. Það var barizt um alla Santiago, um allt Chile. Verka- menn vörðust í verksmiðjum, en handbyssur duga lítt gegn skriðdrekum, fallbyssum og flugvélum, sem allt sprengja í rúst. — Sér- staklega var sótzt eftir því af hálfu landráða- mannanna að drepa leiðtoga þjóðfylkingar- innar og ráðherra ríkisstjórnarinnar, en lík- lega skipta þeir Chilebúar mgum þúsunda, sem myrtir hafa verið: verkamenn er vörð- ust, fylgjendur alþýðustjórnarinnar o. fl. Pablo Neruda, Nóbelsverðlaunaskáldið, dó strax eftir að blóðbaðið hófst, þoldi ekki skelfingarnar. Landráðalýðurinn réðst á hús hans, brenndi bækur hans og braut allt og bramlaði. Líkkista þessa heimsfræga skálds stóð síðan á gólfinu innan um allar eyðilegg- ingarnar. En er þjóðskáld Chile var jarðað, fylkm þúsundir Chilebúa sér út á götu og í líkfylgdina, þótt til beggja hliða alla leið- ina væru hermenn gráir fyrir járnum. Og er kistan var látin síga niður í gröfina söng mannfjöldinn „Internationalinn", bauð morð- ingjaher landráðamannanna byrginn. Þúsundir eru nú í fangabúðum í Chile, bíða þar „dóms" eða aftöku án dóms og laga. Hverskonar pyntingum er beitt við þetta fólk að fasista hætti. Meðal fanganna eru nú Luis Corvalan, aðalritari Kommúnistaflokks Chile, öldungadeildarþingmaður og verklýðsforingi um áramgi. Allir verklýðsflokkar — og raunar öll stjórnmálasamtök — hafa verið bannaðir, öll verklýðssamtök eru bönnuð, allar róttækar bækur brenndar. — Og þetta kalia prestling- ar Morgunblaðsins „sigur lýðræðisins" (sjá Mgbl. 23. september). Maður veit þá loksins hvernig sá lýður hugsar sér lýðræðið sitt. Auðvitað viðurkenndi Watergate-stjórn Bandaríkjanna strax blóðidrifna leppstjórn sína. Og hinn gamli Munchen-þjónn Chamb- erlains, hinn aðlaði gangster í stjórn hennar hátignar, Sir Alec Douglas Home, var og snar í snúningum til svívirðingarinnar. Þeir kippa sér ekki upp við múgmorð og fasisma í rík- isstjórn þeirri, en eru fínir menn og láta strax þá ráðherra segja af sér, sem sannir verða að sambandi við snoppufríðar hórur. — Fasistaríki Nato: Portúgal og Grikkland voru fljót að fylgja herrum sínum og yfir- boðurum í því að viðurkenna fasistastjórn- ina í Chile. En Sovétríkin og flestöll önnur sósíalista- ríki rufu stjórnmálasamband við Chile þegar í stað. En valdránsmennirnir létu það auðvitað verða eitt sitt fyrsta verk að afhenda auð- hringunum bandarísku afmr hin þjóðnýtm fyrirtæki og svifta alþýðuna í Chile — auk 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.