Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 20

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 20
hlíðar sem sneri móti dalnum og horfði á fjallið sem gnœfði yfir klettahlíðina, sama snarbratta fjallið, flatt að ofan, sem ég minnt- ist á áðan: ég leit það nú í allri sinni ömur- legu lengd, krýnt slútandi skriðjöklum sem vatn draup úr í ótölulegum fossum sem virt- ust hverfa og verða að engu; ég býst við að þeir hafi verið langt í burtu, en loftið var það tcert að þeir sýndust svo nærri að manni fannst einkennilegt að ekki skyldi heyrast í þeim. Þvert á þetta fjall gekk enn hcerri veggur sem lokaði dalnum, sem hafði eins og áður er sagt aldrei lokast eða breyst eins og slíkir staðir gera alla jafna; fyrir neðan var flatur, svartur dalbotninn, umvafinn allskyns afmyndunum og umbrotum, og völundarhús hins svellandi, brennisteinsþrungna Markar- fljóts sem hlykkjaðist eftir honum, lá á milli okkar og alls þess sem slétt gat talist: sannar- lega var það þetta sem ég kom til að sjá, samt fann ég til geigs og fannst sem snöggv- ast að ég mundi aldrei eiga þaðan aftur- kvæmt: en þessu fylgdi lorifningaralda, og ég þóttist skilja hvernig þjóð sem þraukaði við erfiðustu skilyrði gat fundið andagift sína glæðast og eflast við slíkt landslag. Á þessari fyrri ferð sinni 1871 hélt Morris ásamt félögum sínum austur Suðurland allt til Þórsmerkur; þaðan héldu þeir vestur að Geysi og síðan norður Kaldadal og yfir Arn- arvatnsheiði. Lýsing Morris gefur skýra og lifandi mynd af því hversu erfið, fyrirhafnar- mikil og volksöm ferðalög um landið hafa verið á þessum tímum; umstangið með far- angurinn var endalaust, og langar dagleiðir á hesmm í misjöfnum veðrum voru þreyt- andi, en það er sjaldnast að Morris lætur erfiðleikana á sig fá, þótt hann hafi reyndar verið alls óvanur ferðalögum sem þessu. Yfir- leitt heldur hann góða skapinu hvað sem á dynur og kann að sjá atburði í skoplegu ijósi, eins og t.d. það sem fyrir þá félaga bar að Fjarðarhorni í Hrútafirði. Magnússon fór snemma í bólið eftir kvöld- matinn, en við Faulkner lágum á ábreiðum okkar og reyktum: þá var tjaldskörinni lyft til hliðar og stórvaxinn maður, áreiðanlega Ulfur hinn óþvegni, rak inn höfuðið og sagði: „Eg átti að gæta hestanna ykkar”. Mér fannst hann vera að snapa eftir brennivíni, svo ég rétti honum viskílögg; hann þakkaði mér afar innilega með handabandi og þá komst ég að því að hann var þegar drukk- inn. En hann fór og við héldmn okkur lausa við hann, en allt í einu var hann kominn aftur og segir, rétt eins og hann væri allt annar maður: „Eg átti að gæta hestanna ykkar”. Þar með réttir hann fram lítinn fleyg, og ég var það veikgeðja að hella svolitlu viskíi í hann, og aftur tók hann í hönd mína og fór, en ekki lengra en svo að Faulkner sá hann bera flösk- una upp að tunglsljósinu til að kanna hversu mikið honum hefði áskotnast. Þá hélt hann á- fram, en komst ekki lengra en að þaki næsta útihúss þar sem hann settist klofvega (eins og Glámur) og tók að emja upp úr sér ömurleg- um söng; þetta var rímnastemma þar sem hver vísa endar á því að seimur er dreginn, en hjá vini okkar á þakinu varð þetta að dapurlegu bauli. Um það bil þegar þeir félagar hugðust taka til sinna ráða til að fá svefnfrið fyrir þessum óyndislega næturgala þagnaði hann skyndilega, en birtist fljótlega í tjalddyrum og bað um meira og spurði hvort hann ætti ekki að syngja fyrir þá, en í þetta skiptið var 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.