Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 24

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 24
KVADDIR í ÁGÚST Meðal þeirra, sem kvaddir voru í ágúst sl. voru þrír félagar af þeirri kynslóð, sem umskapaði Is- land og gerbylti kjörum islenzkrar alþýðu til hins betra, — allir þrír höfðu verið I miðstjórn Sósíal- istaflokksins og allir þrír á einn eða annan hátt verið tengdir útgáfu Réttar, — þrír ólíkir félagar, en hver um sig táknrænn fyrir þá fjölbreytni hæfi- leika og starfs sem gerir hreyfingu sósíalismans rótfasta og sterka, hrífandi og háleita. Þessir þrír menn voru þeir Guðbrandur Guð- mundsson, sem andaðist 28. júlí, Ársæll Sigurðs- son, sem andaðist 11. ágúst og Kristinn E. Andrés- son, sem dó þann 20. ágúst sl. Allir voru þeir komnir á þann aldur að við kveðjustund má búast eftir meðaltali hagskýrslna (71 ár meðalaldur karl- manna), Guðbrandur kominn yfir áttrætt, Ársæll 77 ára og Kristinn 72 ára. En alltaf er missirinn jafn sár, hvaða raunsæi svo sem skýrslur reyna að kenna manni. Allra var þeirra minnst í Þjóðviljan- um, sem vera bar, en nokkur orð skulu fylgja þeim hér í Rétti, því allir komu þeir við sögu þessa tíma- rits á einn eða annan hátt. Þeir unnu þau verk, sem vinna þarf I hverri sósíalistískri hreyfingu, gerðu hver með sínu móti flokk sósíalista á Islandi að voldugu afli, trúum verkalýðnum og hugsjónum vorum. Sumir slíkra manna lifa í verkum, sem alþjóð þekkir og geymir því nöfn þeirra, en aðrir í minningu samferðamann- anna, sem þekkja þann grundvöll, sem hinir mörgu, oft gleymdu, leggja með óþrotlegu, daglegu, fórn- fúsu starfi, sem er hin óbrotgjarna undirstaða vold- ugra hugsjónahreyfinga eins og sósíalismans. Við 168 hugsunina um þá siðarnefndu koma manni I hug hinar gullfögru vísur Jóhannesar úr Kötlum í ,,Þegn- um þagnarinnar": ,,Og sleitulaus elja hins einfalda manns I annríki fábreyttra daga, hinn græðandi varmi í handtökum hans, jafn heilnæmur afdal sem skaga, hið þögula lífsstríð án frægðar og fjár I forsælu réttar og laga, hin dauðtrygga varðstaða ár eftir ár — er ókunna hermannsins saga. Hve fagurt að dá hina máttugu menn, sem merkið í vorblámann hófu. En gott er það líka að líta þá enn, sem líf upp úr moldinni grófu. — Við steinhöggvið leiði ég styð mig og spyr, hvort stórmennið verði ei að þola, að grasið á þúfunum grói sem fyr, er grásteinninn hrynur I mola." Þorsteinn Erlingsson komst 1896 svo að orði í Ijóði sem hann síðar breytti, (,,l landsýn" sjá Rétt 1972 bls. 37). ,,Ef okkur ei veitist að vinna það neitt, er vert sé með öldum að geymast, þá getum við lyddurnar leitast við eitt: að láta ekki nöfn þeirra gleymast." Þá dreymdi hann draumsýn um harðsnúna fylk- ingu, er hann myndi hitta fyrir á Fróni, er hann kæmi heim, hverrar frægðaróð hann myndi yrkja. En reyndin varð hin að hann varð sjálfur að ryðja braut, oft einn og ofsóttur, en siðari tíminn á hon- um því meiri þökk að gjalda. En þegar loks sú fylking reis upp í öllu sínu veldi, sem Þorsteinn sá I draumsýn sinni, og barðist til sigurs I fyrsta áfanganum: örlagaglimunni við þá þjakandi örbirgð, er Þorsteinn risti naprast níð, — þá er það og skylda að minnast þeirra, er þann sigur unnu, hver á sinn máta — og gleymdu þó aldrei að mikið var eftir af brautinni löngu og erf- iðu, þó áfanganum fyrsta væri náð. Ennþá eru nöfn alltof fárra slíkra skráð í þá sögu, sem sósíalisminn á Islandi þarf að eignast. En minnumst nú samt nokkrum orðum þeirra þriggja, er svo að segja urðu samferða á brott og kvaddir voru í þessum ágústmánuði 1973. Guðbrandur var alla ævi sina verkamaður. Allt líf ]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.