Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 26

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 26
hans og starf var táknrænt fyrir þann fjölda verka- manna, sem skapa hreyfingu sósíalismans og gera hana volduga og sterka. Oftast er starf slíkra verkamanna unnið í þeirri fórnfýsi og kyrþey, sem Krapotkin segir þessi fögru og sönnu orð um: „Sérhver reyndur stjórnmálamaður veit, að allar miklar stjórnmálahreyfingar hafa haft stórkostleg, oft á tiðum fjarlæg, markmið og öflugustu hreyfing- arnar voru sífellt þær, sem vöktu óeigingjarnasta eldmóðinn. Allar miklar sögulegar stefnur hafa haft þetta einkenni og hvað vorn tima snertir, þá er þessu þannlg varið með sósíalismann. „Launaðir æsingamenn" er vafalaust viðkvæði þeirra, sem ekkert þekkja til stefnunnar. En sannleikurinn er sá, að ef ég — svo ég tali bara um það, sem ég þekki persónulega, — hefði ritað dagbók um það í siðustu 24 ár og skrifað niður alla þá sjálfsafneit- un og fórnfýsi, sem ég hefi kynnzt, þó myndu les- endur dagbókar þeirrar sifellt hafa orðið „hetju- skapur" á vörum". En oft fellur það lika i hlut slíkra manna að hafa é örlagastundu áhrif, sem úrslitum ráða í hreyf- ingunni. Guðbrandur hafði fyrst unnið í Vestmannaeyjum, en flytur siðan til Reykjavíkur og þar er hann þeg- ar á fyrstu árum Kommúnistaflokksins í fylkingar- brjósti, er mjög virkur í sellustarfsemi flokksins við höfnina, en þar hafði hann fasta atvinnu, og var frambjóðandi flokksins á lista hans í Reykjavík við Alþingiskosningarnar 1933. Það er máske táknrænt fyrir þau lífskjör, er alþýða manna bjó við á þessum krepputímum, og kommúnistarnir ekki sízt urðu að sæta, að Guðbrandur, — sem alla ævi var fátækur maður á venjulegan mælikvarða, — þótti í okkar hópi þá standa sérstaklega vel að vígi hvað lífsaf- komu snertil Hann hafði nefnilega fasta atvinnu. Líklega hafa mánaðarlaun hans verið rúmar 300 krónur þá og stórt heimili fyrir að sjá. Og þegar Kommúnistaflokkurinn réð sér í fyrsta sinn tvo fasta launaða starfsmenn, — fyrir 200 kr. á mánuði, — þá létti fórnarhönd Guðbrands og hans líka oft erfiða göngu. Og á heimili hans á kvöldin, löngum i kjallaraíbúð á Bergþórugötu, var þéttsetið af fé- lögum að ræða vandamálin, — og af gestrisni í té látið af hálfu Kristínar og Guðbrandar, það lítið sem til var. Samhjálpin og samstaðan gaf þá orð- inu „félagi" merkingu, sem það því miður oft hefur misst nú. Guðbrandur var um skeið í miðstjórn Kommún- istaflokksins, — lengst af tiðkaðist ekki að birta nöfn þeirra, er þar voru, af ótta við atvinnuofsóknir og hugsanlegt bann á flokknum. En þegar Sósíal- istaflokkurinn var stofnaður — og mikið lá við að hinir tryggustu menn skipuðu þau sæti, sem komm- únistar réðu (5 af 11), þá var einmitt Guðbrandur einn þeirra, er settir voru í þá ábyrgðarstöðu. Og það reyndi til þrautar á tryggðina, er miðstjórnin klofnaði í desemberbyrjun 1939 — og Guðbrandur varð þá e;nn þeirra miðstjórnarmanna, er bjargaði flokknum í því ofviðri, er þá gekk yfir og meiri- hluti í atkvæðagreiðslu i flokksstjórn valt á tveim atkvæðum. Sú tryggð mun ekki gleymast. Guðbrandur var starfsmaður hjá Þjóðviljanum á síðari árum og til æviloka. Löngum var það hans hlutverk að fara á fætur fyrir allar aldir til þess að sjá um að blaðið kæmist i hendur þeirra, er það báru út. Og í sambandi við þetta starf, vann hann fyrir Rétt — að sjá um að pakka honum inn til áskrifenda. Og það var sama hvert starfið var alla ævina, miðstjórnarstarf í flokki verkalýðsins á úr- slitastundu eða vökumannsins við útbreiðslu mál- gagna sósíalismans. Alltaf var tryggðin jafn bjarg- föst, sá eiginleiki, sem er undirstaða allra sigra sósíalismans. Ársæll var hinn lærði marxisti. Allt frá því alda þyltingarinnar i Rússlandi reis og hreif með sér hugi ungra manna — og eldri — um viða veröld, hafði Ársæll, i menntaskóla og háskólanum — stundað fræði sósíalismans jafnhliða hagnýtu námi, svo marxisminn var runninn honum i merg og blóð. Og hann gaf honum sýn um víða veröld, því alstað- ar var sama baráttan háð af fátækum og kúg- uðum. Ársæll varð alþjóðasinni „par excellence". Tryggðin við sameiginlega hagsmuni alþýðunnar um allan heim varð honum skylda, heilög skylda, þegar mikið lá við, er öllu skyldi fórna fyrir. Hann fór förina frægu til Moskvu með Ólafi Friðrikssyni 1921. Hann var í háskólum Þýzkalands á umbrota- árunum 1921—24. Hann var með Brynjólfi, Hendrik og fleirum frumkvöðull að myndun og mótun þess kjarna í Reykjavík, er síðar varð að Spörtu og Reykjavíkurdeild K.F.I. Og hann var einn af að- standendum þess, að Réttur varð 1926 málgagn marxismans á Islandi. Saga alls hans mikla starfs í flokknum og félögum verkalýðsins skal ei rakin hér né fjöldi trúnaðarstarfanna, er á hann hlóðust talin. En á tvennt sérstætt skal minnzt. Hið fyrra: Það var eftir að nazisminn 1933 hafði náð völd- 170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.