Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 36

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 36
vor fámenna, íslenzka þjóð á krossgötum, er hún loks hefur öðlazt frelsi eftir sex alda ný- lendukúgun. Bandaríkjastjórn þóttist styðja oss við stofnun lýðveldisins, en það sýndi sig brátt að sá stuðningur átti að vera sem snör- unnar við þann hengda. Það átti að hengja Island sem herstöð aftan í stríðsvagn ame- ríska hervaldsins — til 99 ára til að byrja með!8, En meira að segja ekki þessi ósvífna krafa, þótt hafnað væri, gat opnað augu ráð- andi stjórnmálamanna fyrir eðli þess valds, er brotizt hafði til yfirráða í Bandaríkjunum. Þjóð vor þurfti þá á hollráðum að halda um hvernig hún mætti varðveita hlutleysi'0 sitt og sjálfstæði, en ýmsir fremstu menn þeirra flokka, er meirihluti þjóðarinnar fylgdi, létu sjálfir glepjast eða spillast og glöptu síðan þjóðina svo mjög sem þeir máttu. Sumir létu sökum hamrs á sósíalisma, glepjast til auð- sveipni og undirgefni við ameríska valdið, aðrir fjandsköpuðust við hlutleysi þjóðarinn- ar og vildu óðir fórna því fyrir hernaðarlega yfirdrottnun Bandaríkjanna, enn aðrir blind- uðust af glýju gulls og gróðavona vestur þar og sumir létu ginnast af lýðræðisglamrinu og sáu ei hvað undir bjó. Það fór oft saman hjá mönnum þessum og málgögnum þeirra: blöð- um og útvarpi, hrokinn gagnvart þeim, er vöruðu við hættunni, og ofstækið að koma landinu í herfjötra hins vestræna valds. Þvf gat það m.a.s. komið fyrir að maður, sem síðan varð utanríkisráðherra Islands, bæði í einkaviðtali Bandaríkjaráðherra um að Island yrði amerísk nýlenda, án þess að vita að hann væri að gera það! Og þrír af forustumönn- um meirihlutaflokkanna láta sér sæma að semja við utanríkisráðherra Bandaríkjanna um inngöngu Islands í hernaðarbandalag þeirra gegn því að aldrei verði herstöð á Is- landi á friðartímum og koma svo tveim árum síðar og semja á laun um innrás amerísks hers á Island, sem setið hefur þar síðan. 180 Þekking ráðamanna á því hvað Bandaríkin raunverulega voru, var engin og þeirra, sem embætta sinna vegna, hefðu átt að vera sérfræðingar, þaðan af minni. Við íslendingar hefðum líka átt að þekkja brezka heimsveldið, ránsveldi það, sem í fimm hundruð ár reyndi að þurausa auðlindir okkar, íslenzku fiskimiðin. Mestu mennirnir meðal íslenzkra skálda, Stephan G. og Jó- hannes úr Kötlum, höfðu rækilega varað þjóðina við ræningja þeim, „Þín trú er sú að sölsa upp grund, þín siðmenning er sterlingspund,” kvað Stephan G. í „Transvaal”. „Ég vissi eitt sinn enskan herramann og enginn sýndist kurteisari en hann. Hann gaf með vinstri hendi helga bók, — með hægri lífið sjálft í staðinn tók," sagði Jóhannes úr Kötlum í „Frelsi", svo ekki sé vitnað í enn fleiri kvæði þeirra og annarra. En m.a.s. eftir að brezkur her hafði her- numið land gegn mótmælum þjóðar og ríkis- stjórnar og brotið á íslendingum hlutleysi, lög og stjórnarskrá, þá létu samt ráðandi menn landsins hafa sig til að fleka landið í hernaðarbandalag eigi aðeins við Banda- ríkin, heldur og við Bretland. Síðan þjóð og þing var þannig ýmist flek- að, kúgað eða blekkt til að ánetjast banda- lagi heimsræningjanna, hefur með öllum á- róðursmætti borgarastéttarinnar og venjulega ríkisvaldsins líka verið reynt að ala upp heila kynslóð Islendinga og ekki sízt embættis- manna á því sviði, er mest lá við að alhliða þekking væri til, í þekkingarleysi, hleypi- dómum og jafnvel ofstæki, svo menn j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.