Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 38

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 38
sumpart fengið upp úr kosningamerkingum þægra flokka, sumpart með yfirheyrslum og njósnum. Vafalaust hefur hún ýmsa Islend- inga í þjónustu sinni og það má nærri geta hvort sú stofnun, sem gat hreiðrað um sig í æðsm herstjórn Chile, er löngum var talin löghlýðnust suðuramerískra herstjórna, hefur ekki reynt að komast með fingurna inn í embættiskerfi Islands. Það væri ófyrirgefanlegt fyrir þá, sem vilja tryggja sjálfstæði og lýðræði á Islandi, að vera ekki á verði, eftir það sem gerzt hefur í Chile, þó svo ætla megi að hér yrði allt öðr- um aðferðum beitt. Nokkurt aðhald er það amerísku auðvaldi og erindrekum þess að Island er tengt vissum bræðraböndum við Norðurlönd og því óhægara um opinbert ofbeldi en í Suður-Ameríku. Líklega er sízt ástæða til þess að óttast hér ofbeldisbeitingu í sambandi við brottför hersins, þar sem vera Islands í Nato gefur Bandaríkjunum áfram möguleika til hagnýtingar Keflavíkurflug- vallar undir sérstökum kringumstæðum og alþjóðaástandið að heita má útilokar stríð milli risaveldanna. En það er úr Nato sem Island þarf að losna til þess að öðlast að fullu sjálfstæði sitt og hlutleysi á ný. Og hver verða afskipti þeirrar undirróðurs- og ofbeldis-stofnunar, sem CIA er, í því sambandi? Aðalbaráttan verður þar um afstöðu þjóð- arinnar sjálfrar. CIA mun virkja alla sína erindreka og áróðurstæki til þess að villa svo um fyrir þjóðinni að meirihlutinn láti blekkj- ast til að kjósa flokka og frambjóðendur, sem halda vilja Islandi áfram undir oki Atlanz- hafsbandalagsins eftir að helztu ríki þess hafa opinberað fjandskap sinn við Islendinga í landhelgismálinu. En vinnist meirihluti þjóðarinnar til úr- sagnar Islands úr Nato, er þá hætta á og líkindi til að ofbeldi yrði beitt í einni eða annarri mynd? Það er rétt að reyna að meta þær líkur alveg raunsætt, — hvað mælir með því og hvað á móti. Það, sem mælir með því að CIA vilji skipuleggja slíkt ofbeldi er að sú stofnun er alræmd fyrir slík afskipti um allan heim, svo vitað er að ekki myndi vanta viljann. En það, sem mælir gegn því að CIA legði út í að skipuleggja slíkt ofbeldi á Islandi við núverandi aðstæður er eftirfarandi: 1. Skipulagning hernaðarinnrásar af hálfu Bandaríkjanna, eins og þau áður hafa framið í Guatemala og víðar, er næstum útilokuð, eftir að herinn er farinn. Slíkt yrði of áber- andi á þessu skeiði „friðsamlegrar sambúðar." 2. Skipulagning valdaráns af hálfu íslenzks afturhalds- eða fasista-hóps er mjög erfið vegna lýðræðiserfða þjóðar vorrar og her- leysis, en þó þarf að vera vel á verði í þeim hlutum. Oft skjóta upp kollinum fasistaskrif í Morgunblaðinu (sbr. skrifin um „sigur lýð- ræðis í Chile"), og minnast má þess hverjum ítökum þýzki nazisminn náði hér forðum. 3. Bandaríkjastjórn hefur mikla þörf á því að reyna að sýna skárra andlit út á við eftir blóðbaðið í Víetnam og allan þann á- litshnekki, sem hún hefur beðið, — og mun því vart vilja bæta Islandi á illverka-lista sinn. 4. Amerísku auðhringarnir, sem stjórna að- gerðum CIA, svo sem nú í Chile, hafa engra hagsmuna að gæta á Islandi, sem rækju á eftir þeim að grípa til óyndisúrræða. 5. Það er mikill þrýstingur af hálfu þings og þjóðar í Bandaríkjunum að spara eitthvað af þeim 80 þúsund miljónum dollara, sem þjóðin nú eyðir í herbúnað. Alger niðurlagn- ing herstöðva á íslandi myndi því mæta nokkrum skilningi. 6. Þeir bandarískir herforingjar, sem hugsa eins og Morgunblaðið: einvörðungu um Is- land sem herstöð, myndu eiga erfitt með að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.