Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 47

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 47
yrðum miklum að þessum æðsta fulltrúa stjórnarinnar, eins og glöggt má sjá af upp- hafi greinar hans: „Hvaðan er landsböfð- ingjahneykslid komið? Svar: frá stjórninni.— Sönnun: hefði stjórnin ekki skrúfað uppá okkur pessum landshöfðingja, pá — ja, pá hefði hér ekkert landshöfðingjahneyksli kom- ið. En nú er pað skeð. Gamlir og ungir rófu- veifandi embcettisshíðrarar, pessi hin dyggu dýrin, henda „pénustusamlega" á lofti hvern pann hráka, er fram gengur af hinnar hneyksluðu tignar munni ..." Hófust umfangsmikil málaferli af þessu tilefni er stóðu fram á sumar, og urðu þau 3 meiðyrðamálin, sem Hilmar Finsen höfðaði gegn Jóni Olafssyni. Þeim lauk með ósigri Jóns, og hlaut hann fangelsisdóm auk hárra sekta, svo að hann sá þann eina kost að flýja land. Fór hann áleiðis til Ameríku um sum- arið og var það í annað sinn, er hann greip til þess ráðs vegna andstöðu sinnar við stjórn- ina! II. Þannig var sem sagt staðan í íslenzku stjórnmálalífi vorið 1873 og því engin undur þótt hugur væri í mönnum að sýna betur en oft áður, hver væri raunverulegur vilji þjóð- arinnar. Og þá var einmitt nærtækast að grípa til þess vopns, sem svo oft fyrrum hafði verið á loft hent, en það var viljayfirlýsing á Þingvallafundi. Að slíkum fundi hafði líka verið unnið þennan umrædda vetur og komu þar ýmsir aðilar við sögu. Um 9 ára skeið höfðu Þingvallafundir fallið niður, en þeir höfðu gegnt mikilsverðu hlutverki í þjóð- málabaráttunni um all langt árabil um miðja öldina. Átti þetta hlé m.a. rætur að rekja til Sr. Matthias Jochumsson — „hljóp út í hraun og grét.“ — þess, að Jón Guðmundsson ritstjóri hafði kippt að sér hendinni með forystu fyrir slíku fundahaldi eftir að hann hafði verið ofurliði borinn af andstæðingum sínum á fundinum 1864, og ýmsar greinir urðu næstu árin með honum og Jóni Sigurðssyni í fjárhagsmálinu. Mátti ætla, að það stæði Þjóðvinafélaginu næst að gangast fyrir framhaldi slíkra að- gerða, og þar var Jón Guðmundsson ekki með í ráðum fyrstu ár þess. Hvíldi þá for- ystan á varaforseta þess, Halldóri Kr. Frið- rikssyni alþm. og latínuskólakennara, þar sem Jón Sigurðsson var forseti, en fjarri vett- vangi. Halldór virðist ekki hafa verið áhuga- samur um boðun Þingvallafundar, er um það var rætt síðla hausts 1872 og Jón Sigurðsson ekki ýkja hvetjandi að því er virðist af bréfa- 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.