Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 52

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 52
dóm upp um uppástungu sína, að hún vceri eigi svaraverð og gekk hann nú þegar frá sceti sínu." Að svo mæltu virðist hinn róttæki klerkur hafa rokið burt í fússi af fundinum og lét ekki sjá sig þar meira. Var sr. Stefán Thorarensen kosinn varafundarstjóri í hans stað. Til þess að greiða úr þeirri flækju, sem málið var nú komið í, var horfið að því að vísa málinu til nefndarinnar að nýju og reyndi hún að finna samkomulagsgrundvöll og naut þar forystu sr. Páls Pálssonar. Kom hún sér saman um nýjar tillögur í sex liðum og voru sumar samhljóða tillögum sr. Matthíasar. Þó var enn tekið upp hið fyrsta atriði í upphaflegu frumvarpi nefndarinnar, er mesta ágreiningnum hafði valdið, þótt í örlítið mildara formi væri: „Að íslendingar séu sérstakt þjóðfélag og standi í því einu sambandi við Danaveldi, að það lúti hinum sama konungi og það." 2., 3. og 4. atriði voru hin sömu og hjá sr. Matthíasi. I 5. lið: Að ekkert verði það framvegis að lögum, er Al- þingi eigi samþykkir. I 6. lið: Að konungur skipi jarl á Islandi, er beri ábyrgð fyrir kon- ungi einum, en jarlinn skipi stjórnarherra með ábyrgð fyrir Alþingi. — Væri eigi fallizt á þessi atriði var sú varatillaga flutt sem áður að skora á konung að kalla saman þjóðfund skv. kosningalögum 1849, og að fyrir hann verði lagt frumvarp til fullkom- innar stjórnarskrár. A kvöldfundi 28. júní fóru fram umræður um þessar tillögur og enn á ný fluttu Jón Sigurðsson og fylgismenn hans andmæli í svipuðum dúr og áður, vildu „að 1. undir- stöðuatriðinu vceri sleppt, en menn létu sér ncegja að taka það inn í ástceðurnar,” eins og fundarstjóri, Jón Guðmundsson, orðaði það. Taldi hann réttast að byggja á því orðalagi, sem þingnefndin 1867 hefði komið sér sam- an um, „cJð nefna Island óaðskiljanlegan hluta Danaveldis með sérstökum landsrétt- indum; það vceri því engin ástceða til að hverfa frá því, sem 3 þing hvert á eftir annað hefði samþykkt. Þess vceri og gcetandi, að í þeim undirstöðuatriðum til stjórnarskrár, sem meirihluti alþingis hingað til hefði ha\ldið fram vceri óbeinlínis fólgin Personalunion. Þetta hefði þingið hingað til látið sér lynda, en að fara nú að setja 1. tölulið beinlínis sem undirstöðicatriði gceti vel orðið málinu til fyr- irstöðu og til meiri sundrungar á flokknum." Undir þessi ummæli tók Jón Sigurðsson skömmu síðar og kvað enga hættu þurfa að vera fólgna í því að kalla Island „óaðskiljan- legan hluta Danaveldis”, þegar við væri bætt „með sérstökum landsréttindum". Kvað hann „það eigi þægilegt, ef fundurinn felldi þenn- an tölulið", svo að bezt væri, ef nefndin vildi taka hann aftur. Þá er hér var komið var það einkum Jón á Gautlöndum, sem hvað einarðast talaði fyr- ir þeim málstað, er nefndin hafði kjörið sér, og skal hér gefið sýnishorn úr fundargerðinni af málflutningi hans. Hann „kvað sér þykja það undarlegt, að eigi mcetti kalla Islendinga sérstakt þjóðfélag, ef það vceri satt, að þeir vceru það. Danska stjórnin hefði kallað Is- land ýmsum nöfnum t.d. hjcílenda, einn hluti Danaveldis, en sem Islendingar þó aldrei hefðu viljað viðurkenna. Orðskrípi þetta (ó- aðskiljanlegur hluti) hefði komizt inn í þing- ið af tilslökun, sem engan árangur hefði bor- ið, þess vegna cetti nú að segja fullan sann- leikann afdráttarlaust. Islendingar gcetu eigi annað verið en sérstakt þjóðfélag. Ef þetta cetti einungis að taka tcpp í ástceðurnar, þá ynnist ekkert með því. Slaki menn meir til á þessum fundi en alþingi hefði gjört, þá hefði funclurinn verið til mikilla óheilla. Það vceri betra, að þessi fundur fceri lengra en alþingi, alþingi ætti hcegar með að slá undan." Niðurstaðan varð sú, að þrátt fyrir and- 196
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.