Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 54

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 54
það slyðruorð! Þá var rætt um aðgerðir til að sporna við Ameríkuflutningum fólks, fjár- kláðamálið svo og aukinn stuðning við ýmiss konar nytsemdarfélög, s.s. Þjóðvinafélagið, bindindis,- búnaðar- og verzlunarfélög. En eins og að líkum lét féllu þessi mál algerlega í skugga aðaldeilumálsins. Síðla dags 29. júní sagði fundarstjóri Þing- vallafundinum lokið, og að sögn Víkverja „kallaði einn fundarmanna „lengi lifi Island'' og svöruðu allir fundarmenn með 9 húrra- hrópum og var þalr eptir, áður en fundar- menn kvöddust, sungið kvæðið „Eldgamla ísafold"." V. Deilurnar á Þingvallafundi 1873 hafa valdið því, að í sögunni hefur oft verið litið á hann sem samkomu, þar sem æsinga- menn höfðu yfirhöndina. Einn þátttakenda, sr. Matthías Jochumsson, komst svo að orði löngu síðar í æviminningum sínum, að hann hafi „aldrei verið á æsingameiri og ráðlausari samkomu". Þar hafi „hin pólitísku ærsl" gengið „fram úr öllu hófi" og bætir síðan við: „Ég hljóp út í hraun og grét, því að þótt æstur væri, fann ég, hver lokleysa réð á fundinum." Hvernig sem meta má þessi um- mæli hins gamla klerks á elliárum, verður engan veginn fjöður yfir það dregin, að róstu- samt var á fundinum, þótt of mikið sé úr því gert, að þar hafi fullkomnar öfgar verið born- ar fram. Nærtækt er í því sambandi að benda á tengslin við fundinn 1850, þótt fundurinn 1873 hafi raunar gengið þar feti framar í orðalagi. A hitt má benda, að ekki er fjarri sanni að álykta, að í aðra röndina hafi Jón Sigurðsson þrátt fyrir allt kunnað að meta hinn skelegga anda, er fram kom á fundinum. Hann hefur vafalaust Þingvallafund í huga, þegar hann ritar þessi orð í bréfi tæpum mán- uði eftir lok hans: „Aldrei finnst mér landar vorir hafa verið eins snarpir og í sumar." Má ennfremur minna á orð hans í Andvara 1874, að illa hefði getað farið, ef þjóðin hefði „þreytzt á að hvetja þingmennina fram." Þurfti þá líka frekar vitnanna við, þegar sýnt var fram á, að kjörnir fulltrúar úr nær öllum sýslum vildu alls ekki ganga skemur í kröf- um en Alþingi hafði gert og þess vegna reynzt ágætur stuðningur við þann meiri- hluta, sem konungsliðið 1871 kvað þjóðina ekki standa að baki. Danastjórn hafði vísað á bug tillögum Alþingis 1871 með því fororði, að þar væri bersýnilega stefnt í þá átt, að Island „yrði fullkomlega aðskilið frá ríkis heildinni". Kvaðst stjórnin því ekki sjá neina ástæðu til þess að leggja fram nýtt stjórnarskrárfrum- varp. Þegar á þing kom um sumarið rættist svo farsælllega úr þessum málum, að þing- menn urðu að miklu leyti einhuga í tillögu- gerð sinni. Samþykkt var stjórnarskrárfrum- varp með sömu grundvallaratriðum og áður. Er þar sérstaklega að geta orðalags 1. grein- ar: „Island hefur konung og konungserfðir saman við Danmörku." Fór tæpast milli mála í hvaða átt þingið stefndi með þessu orðalagi, þótt ekki sé jafn ótvírætt og hjá Þingvalla- fundarmönnum. Þingið samþykkti frumvarp- ið með 18 atkvæðum gegn 2, en flestir kon- ungkjörnu þingmennirnir og nokkrir þjóð- kjörnir sátu hjá. Síðan samþykkti þingið tvær varatillögur. Sú fyrri, aðalvaratillagan, naut stuðnings hinna konungkjörnu, enda tryggði hún það, að þeir beittu sér ekki verulega gegn frumvarpinu sjálfu. I þessari tillögu er skorað á konung, svo framarlega sem hann synji samþykkt stjórnarskrárfrumvarpsins, „að hann þá allramildilegast gefi Islandi að ári 198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.