Réttur


Réttur - 01.10.1973, Page 40

Réttur - 01.10.1973, Page 40
ingur til íslands varð aðeins 9 milj. kr. Hitt var greitt í dollurum. (Hinsvegar var útflutn- ingur Islands minni en ráðgert var sökum þess að okkur skorti vörumagn). Samningurinn fyrir árið 1947 var upp á 96þi miljón króna. (Ca. 15 milj. dollara). Hvað útflutning snerti stærsti verzlunar- samningur, sem Island hafði gert, en sökum vöruskorts var aðeins flutt út fyrir 54 milj. kr., en innflutningur frá Sovétríkjunum 9 miljónir kr., mismunurinn greiddur í dollur- um. Þessi síðari samningur er gerður í júní 1947. En í júlí 1947 er ísland kvatt til Marshallfundar í París og í júlí 1948 er Is- land látið undirskrifa Marshallsamninginn við Bandaríkin. Þar með tekur ríkisstjórn Is- lands samkvæmt fyrirskipun amerískra stjórn- arvalda að brjóta niður viðskiptin við Sovét- ríkin og önnur sósíalistísk lönd. UM HVAÐ VAR BARIST? Af hverju vorum við sósíalistar að beita okkur fyrir viðskiptum við Sovétríkin? Höfuðástæðurnar voru tvær: I fyrsta lagi: Við vildum tryggja Islandi efnahagslegan bakhjarl í sjálfstæðisbaráttu vorri við Bandaríkin og forða landinu frá því að verða einhliða upp á auðvaldslöndin kom- ið. I öðru lagi: Við vildum tryggja Islandi hina sósíalistísku markaði, til þess að þjóðin stæði ekki berskjölduð fyrir markaðssveiflum og kreppum auðvaldsskipulagsins. Og hvað gekk ríkisstjórn afturhaldsins, er við völdum tók 1947, til, þegar hún gerði þær ráðstafanir, er síðar greinir? Svo við ekki gerum henni upp verri hvatir, þá oftrú á auðvaldsskipulagið og ofsalegur ótti við sósíalistaríkin. En engilsaxneska auðvaldið sýndi brátt klærnar: Afturhaldsstjórnin hafði keypt 10 togara frá Bretlandi, til viðbótar nýsköpunartogur- unum 32, í trausti á Marshalllán. Amerísku yfirboðararnir í efnahagsmálum Islands neit- uðu um lán til þeirra. Það átti ekki að efla sjávarútveg Islendinga, ef þeir gætu hindrað það. En á sama tíma var verið að leggja grundvöllinn að stórútgerð Unilever-hrings- ins í Vestur-Þýskalandi. Samtímis var lagt fyrir íslensku afurhalds- stjórnina að hætta viðskiptunum við Sovétrík- in. Hún hlýddi. 1948 eru viðskiptin við Sov- étríkin 6 milj. kr., árið eftir engin. Banda- ríkjastjórn hafði fengið sitt fram. Því næst lét hún ríkisstjórn Islands banna Islending- um íbúðahúsabyggingar nema með leyfi fjár- hagsráðs, er laut amerískri yfirstjórn (sjá nán- ar í Rétti bls. 43 í ár). Þannig tókst að koma á atvinnuleysi á Islandi 1950. Eg varaði fyrir hönd Sósíalistaflokksins ríkisstjórnina við afleiðingum þeirrar stefnu að brjóta niður viðskiptin við Sovétríkin. I þingræðu, sem birtist í Þjóðviljanum 17. okt. 1947 sagði ég m.a. þessi viðvörunarorð: „Alla þessa samningamöguleika, alla þessa mark- aði í Sovétríkjunum, Tékkóslóvakíu og öðr- um löndum þar eystra, er nú ríkisstjórnin að eyðileggja, líklega með þeim afleiðingum að þeir að fullu glatist Islandi og ýmsar þessara þjóða fari jafnvel sjálfar að gera út hingað norður í stórum stíl." En hið blinda hatur — eða auðsveipni við ameríska valdið — réð því að eigi varð viti komið fyrir þessa valdhafa Islands og næstu 5 ár voru engin viðskipti við Sovétríkin. A því tímabili er Island látið ganga í Nato — 248

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.