Réttur


Réttur - 01.07.1974, Page 1

Réttur - 01.07.1974, Page 1
iffiur 57. árgangur 1974 — 3. hefti Það brakar í innviðum auðvaldsheimsins. Ótta hefur slegið á valdhafa hans. Djúp kreppa er í aðsigi, dýpri en nokkru sinni síðan 1929. Ríkiskanslari Vesturþýskalands ræðir þegar um hættu á heimskreppu á við þá, sem skók auðvaldsþjóðfélögin fyrir fjörutíu árum. Drottinvaldi dollarans yfir efnahags- lífi „hins vestræna heims" er lokið. Vesturþýskir valdhafar fá þegar að heyra það í breskum borgarablöðum að þeir hagi sér sem herraþjóð Efna- hagsbandalagsins. Italía engist þegar sundur og saman í efnahagskreppunni. England er í upplausnarástandi. Danmörk uppsker nú ægilegt atvinnuleysi, ávöxt inngöngu í Efnahagsbandalagið. — Áróður skamsýnna auðvaldserind- reka á Islandi um hinn stórfenglega 200 miljóna íbúa markað í V.-Evrópu, er þagnaður í bili. — En orsakir þessarar yfirvofandi kreppu eru margvísleg- ar og verða vonandi raktar nokkuð í næsta hefti „Réttar". Samtímis þessu brakar svo í völdum auðvalds yfir nýlenduþjóðum, — Guinea (áður portúgölsk) og Mosambík öðlast frelsi, — og tök fasismans þrjóta á þjóðum Grikkja og Portúgala. Jafnframt verður augljósara en fyrr hvernig Bandaríkjastjórn og verkfæri hennar CIA hefur blandað sér í innan- ríkismál fjölda ríkja: steypt stjórnum, undirbúið valdarán herforingja o. s. frv. — Slíkar uppljóstranir koma auðsjáanlega illa við kaun þeirra manna á Islandi, sem um fram allt vilja hafa bandarískan her og njósnastarfsemi hér áfram. Á Islandi er tekin við afturhaldsstjórn. Ljós er nú þegar sú árátta hennar x-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.