Réttur


Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 23

Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 23
En þá kemur annað óhugnanlegt atriði til sögunnar: Herforingjar Bandaríkjanna hafa reiknað með þeim möguleika allt frá því að de Gaulle sleit hernaðarsamvinnu Frakka við Nato, að Atlantshafsbandalagið kynni að leysast upp og allur amerískur her að h.verfa frá Evrópu. Bandalag þetta hefur byggst á drottinvaldi dollarans og Bandaríkjanna. Hvorttveggja er að brotna og Vestur-Evrópuríkin munu nú verða að sýna sig sem sjálfstæða samfellda heild, gagnvart vaxandi kreppu, ef þau ætla að bjóða henni byrginn. ÞEGAR NATO DEYR En leysist hernaðarbandalögin upp, mun bandaríska herforingjaráðið hafa undirbúið áætlun um „útvarðstöðvar” sínar gagnvart Evrópu (og Afríku). Þær eru: Grænland, Island, írland, Asoreyjar, Grænhöfðaeyjar og máski fleiri. Bandaríkjaher ásældist Island 1945, vildi fá hér gífurlegar herstöðvar til 99 ára. Hann hefur farið hægar í sakirnar síðan Nato var myndað og hann fékk næga aðstöðu á meg- inlandi Evrópu. En Bandaríkjaher vill halda aðstöðunni og einkum pólitísku tökunum hér, til þess að geta, þegar þar að kæmi, sett hér upp þær voldugu herstöðvar sem frjáls, hugsandi íslensk þjóð neitaði honum um 1945. Það væri vissulega þægilegt fyrir hálf- fasistíska herforingjastjórn amerísku auð- hringanna, að geta haft ógnandi eldflauga- og flotastöðvar á íslandi gegn róttækri Vest- ur-Evrópu, er brotið hefði af sér drottinvald dollararíkisins. Það er að þessu sem stefnt er með því að reyna að gera íslenska þjóð andlega und- irorpna bandarísku valdi, svo ísland verði í fyllingu tímans undirorpið bandarísku her- valdi. Sá áróður, sem hér er rekinn af ýmsum aðilum, er liður í þessari herferð til að leggja land og þjóð, — þjóðina fyrst, landið síðan, — undir Bandaríkin, í eins ríkum mæli og þau þarfnast. Sá áróður, sem gera á þjóðina að andleg- um umskiptingi og fá b.ana til að hætta að hugsa sem sjálfstæð þjóð, er einn höfuðþátt- ur þessarar herferðar, — „upplýsingastarf- semin" eða svo notuð sé ljótara orð „per- sónunjósnirnar" annar þáttur. Bandaríska sendiráðið rak þær njósnir af miklum dugn- aði á árum kalda stríðsins. Þeir, sem sóttu um árimn til Bandaríkjanna eða unnu á Vellinum, kunna að segja sögurnar frá því. — Merktar kjörskrár vissra flokka munu og hafa gert sitt gagn í þeirri „upplýsingastarf- semi." — Og undirskriftasöfnun 55 þúsund- anna er auðvitað hvalreki, sem CIA, sú stofnun, sem vinnur að kollvörpun óþægra stjórna og „hagræðingu" stjórnarfars, kann að meta og nota. — Og til viðbótar við allt þetta kemur svo hin eiginlega, leynilega njósnarstarfsemi, sem CIA rekur í öllum Nato-löndum á vegum Nato og samkvæmt leynilegum ákvæðum í Atlantshafssamningn- um, þar sem m.a. em spjaldskrár yfir alla stjórnmálamenn, iðjuhölda o. s. frv., — og alveg sérstaklega yfir alla „hættulega" menn, sem þarf að „fjarlægja" undir sérstökum kringumstæðum. Baráttan gegn herstöðvunum nú stendur í senn gegn núverandi hættu og skerðingu sjálfstæðis vors og gegn enn ægilegri fram- tíðarhættu. Það verður að meta allar aðgerð- ir Bandaríkjahers og óvitandi sem vitandi verkfæra hans út frá þessu langtímasjónar- miði. íslenzk þjóð á langa baráttu fyrir hönd- um við bandaríska valdið og vélræði þess, þar sem vér muniun þurfa á allri þrautseigju þjóðar vorrar að halda. E. O. 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.