Réttur


Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 27

Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 27
ötullega að því að efla hag þegna sinna, ræður ekki svo litlu um örlög jarðarbúa. Ohætt er að fullyrða að viðleitni kínverskra kommúnista til þess að hefja íbúana upp úr þeim eymdardal sem landið var við valda- töku þeirra hafi mótast mjög af þeim aðstæð- um að fjórðungur mannkyns þarf að fram- fleyta sér á tæplega átta hundraðshlutum af öllu ræktarlandi jarðarbúa.3) Þar af leiðandi greinir saga sósíalískrar uppbyggingar í Kína fyrst og fremst frá því hvaða leiðir komm- únistaflokkurinn hefur talið vænlegastar við þessar aðstæður til þess að þoka efnahagslífi landsins í nútímalegt horf. Stefna flokksins á hverjum tíma verður ekki skiljanleg nema þetta tvennt sé haft ríkt í huga: bylting hans var fyrst og fremst borin uppi af örsnauðum bændum og jarðyrkjendum og 75—80% landsmanna hafa enn framfæri af landbún- aði. Hér gefst ekki rúm til þess að sýna hvern- ig stefna flokksins hefur breyst og þróast í tímans rás, hvernig hann hefur skilgreint þá þjóðfélagsgerð sem skyldi spretta af hinni sósíalísku umbreytingu. Aðeins skal bent á þau straumhvörf sem verða með stofnun kommúnanna árið 1958. Fram að þeim tíma höfðu kínverskir kommúnistar hagað stefnu sinni í meginatriðum í samræmi við sovéska fyrirmynd og reynslu. A fyrstu þremur árun- um eftir stofnun alþýðulýðveldisins var veldi gósseigenda upprætt, jarðeignum þeirra skipt milli jarðnæðisleysingja og smábænda sem fengu eignarhald á jörðinni. I borgunum hafði meirihluti iðnaðargagna verið í hönd- um spilltra háembættismanna Kuomintangs/1 Hið nýja ríki svipti þá völdum, en hins vegar stofnaði það til samvinnu við einkaaðila í iðnaði og verslun án þess að hrófla við eign- arhaldi þeirra. Næsta skeið 1953—1957 markaði upphaf sósíalískrar uppbyggingar í eiginlegri merkingu með fyrstu fimm ára áætluninni. í borgunum voru kapítalísk fyrir- tæki yfirtekin af ríkinu og samvinnubúskap komið á í sveitum. Með þessum aðgerðum var lagður að formi til grundvöllur að sósíal- ískum búskaparháttum eftir sovéskri fyrir- mynd, enda nutu Kínverjar mikilvægrar efna- hags- og tækniaðstoðar á þessu tímabili frá Sovétríkjunum. Eftirlíking á þróunaraðferð- um þeirra hafði í för með sér að borgir uxu óðfluga, rík áhersla var lögð á þungaiðnað, og völd söfnuðust á hendur háttsettra embætt- ismanna flokks og ríkis sem skipuðust í stig- bundna röð eftir launum og fríðindum. Vaxandi efasemdir Maos formanns og samstarfsmanna hans um að tæknivæðing á grundvelli þungaiðnaðar væri nauðsynleg forsenda fyrir stórstígari efnahagsframförum í Kína leiddu til róttækrar stefnubreytingar sem kennd er við „stóra stökkið" og stofnun alþýðukommúnanna árið 1958.r,) Með því að betrumbæta framleiðsluafstæðurnar mætti draga úr lamandi áhrifum hinna frumstæðu framleiðsluafla og vinna á skömmum tíma bug á efnahagslegri vanþróun landsins. Póli- tísk vitund fjöldans og samtakamátmr hans gæm lyft því grettistaki sem tæknilegir yfir- burðir gerðu iðnþróuðum þjóðum fært að valda, aðeins ef hin rétm félagsform væru fundin. Hreyfiaflið í stökkinu mikla voru hinar „frumkommúnísku" hugmyndir Maós formanns, og félagsformið sem skyldi leysa það úr læðingi voru alþýðukommúnurnar. Bandaríkjamaður, Felix Greene að nafni, lýsir svo b.eimsókn sinni í sveitakommúnu í Húnanfylki í Norður-Kína árið 1960:C) . . . „Loks komum við til smáþorps; upp- litaður borði var strengdur yfir gömna, og bíllinn beygði inn í húsagarð sem var um- kringdur hvítkölkuðum byggingum. Chiao, formaður kommúnunnar, beið þar eftir að taka á móti okkur, og að kínverskri venju 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.