Réttur


Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 31

Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 31
komið dropi úr lofti.V| Vatnsborðið er hörmu- lega lágt. Aveituskurðirnir björguðu uppsker- unni s.l. haust, og þetta árið höfum við orðið að planta aftur í suma akrana fjórum sinnum og sérhver plöntun hefur skrælnað. Við höfurn borið vatn i fötum og lagt bráða- birgðaleiðslur. Uppskeran verður langt undir meðallagi, miklu minni en við höfðum gert okkur vonir urn. En við fáum þó altént eitt- hvað. Enginn mun deyja úr hungri. Hörm- ungarnar frá 1942 munu ekki endurtaka sig." Orð Chiaos formanns lýsa á áþreifanlegan hátt því stórvirki sem kínverskir kommún- istar hafa unnið. Endi hefur verið bundinn á hina löngu hungur- og flóðasögu kín- verskra bænda sem voru æ ofan í æ fórnar- lömb óbeislaðra náttúruafla og þjóðfélags- legrar kúgunar. I krafti félagslegra samtaka og pólitískrar hugmyndafræði hefur kínverski bóndinn, með sínum frumstæðu tólum og amboðum, náð valdi á umhverfi sínu, gert sér það undirgefið til þess að fullnægja frum- þörfum sínum. I heimi hungurs og tæknilegr- ar vanþróunar verður þetta að teljast hið fremsta sögulega afrek kínversku byltingar- innar, hjá því verða einstakir þættir í póli- tískri framvindu hennar næsta léttvægir. Stökkið mikla misheppnaðist í þeim skiln- ingi að ríki hins efnalega skorts varð ekki yfirunnið á fáum árum, en varanlegir ávinn- ingar þess birtast í félagsformi alþýðukomm- únanna og þeirri pólitísku vitund að vilji mannsins, í viðureign við umhverfið, geti flutt fjöll. Þótt hin nýja stefna Maós for- manns virtist hafa beðið skipbrot á árunum uppúr 19ú0 skall Menningarbyltingin á árið 1966 til þess að minna umheiminn á að hún var enn virkasta hreyfiafl hins kínverska bændakommúnisma. Óneitanlega er kínverskt þjóðfélag og menning næsta lokuð bók fyrir vesturlanda- búa og okkur íslendingum sérstaklega. Olík- ar hefðir og hugmyndir gera okkur erfitt fyrir að leggja raunsætt mat á gang mála þar austur frá. Því væri fagnaðarefni ef sam- skipti mættu fara vaxandi milli Islendinga og Kínverja. A sjötta áratugnum áttu nokkr- ir íslenskir sósíalistar og fleiri þess kost að kynnast Kína af eigin raun, en þangað var þeim boðið af kommúnistaflokki landsins. Eftir að stjórnmálasamband var tekið upp milli landanna, árið 1973, hafa kínverjar opnað sendiráð hér í Reykjavík, og hefur það þegar veitt nokkrum íslendingum fyrir- greiðslu til ferðalaga um hið víðlenda og mannmarga Kínaveldi. SKÝRINGAR: ]) Sjá grein mína í Rétt', 4. h. 1972: Bandarikin og Kina. I, bls. 219. ■> Áreiðanlegar tölur yfir íbúafjölda Kína eru ekki fáanlegar; meðaltal ýmissa ágiskana bendir til að hann sé kringum 800 miljónir. r,) Hlutur utanríkisverslunar er svo óverulegur i bjóðarbúskap Kínverja að t.d. innfluíningur korns breytir litlu um nauðsyn þeirra á að bjargast af eig n efnum. 4) Vegna m.a. eignaupptöku rikisins á iðnaðarauð- magni sem japanir höfðu fest i Kina á tímabilinu 1937—45 voru u.þ.b. tveir þriðju hlutar allra iðnaðargagna landsins í höndum rik sins árið 1946. r,) Sjá grein Brynjólfs Bjarnasonar i Rétti, 1. h. 1959: „Stökkið mikla" i Kina. Frásögn Brynjólfs mótast af hinum háfleygu vonum sem kínverskir kommúnistar bundu í upphafi vlö árangur stökks- ins mikia. 0) Felix Greene: The Wall has Two Sides. 1962. 7) Þessi samvinnufélög höfðu þá 100—300 þú inn- an vébanda sinna og mestallt jarðnæði i sam- eign. s) Fyrsta kommúnan, kennd við Sputnik, hafði ein- mitt verið stofnuð i Húnanfylki í apríl þetta sama ár. 0) Á árunum 1959—1961 ge'suðu í Kina einhverjir verstu þurrkar sem komið hafa á þessari öld. Umdeilt er hversu mikinn þátt þeir muni hafa átt i því að stökkið m;kla fór út um þúfur. 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.