Réttur


Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 35

Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 35
orðin vopn í hcndi rísandi borgarastéttar, einkum verslunarauðvaldsins, og einvaldskonunganna, er það auðvald studdi og efldi. Þetta vopn var nú af dönskum kóngi og kaup- mannavaldi reitt að rótum þess sjálfstæðis, sem enn var til á íslandi, „— hið nýja danska guðsorðs gervi, sem getur hverfst í axarblað." (Jóhannes úr Kötlum; Hrímhvíta móðir) Danskur konungur rændi jörðum kirkjunnar, mútaði með ýmsum þeirra þeim íslenskum stór- bændum, er veittu lúterskunni lið og lögðu hönd að morðinu á Jóni Arasyni og sonum hans. En ofmælt var af Jóni forseta að kalla Jón biskup Arason „síðasta íslendinginn“. Það heiðursnafn bar máske frekar þeim norðlensku vermönnum, er hefndu hans svo rækilega, að þeir drápu flesta dani á íslandi: þurrkuðu burt öll aðskotadýrin á Suðurnesjum. Slíkt hefðu þótt tíðindi, ef gerst hefðu nú, — en er vart getið að verðleikum í ís- landssögum. Jóhannes úr Kötlum sýnir þeim hins vegar verðskuldaðan heiður í „Hrínrhvítu móð- ur“. Síðan voru íslcndingar afvopnaðir og dönskum kaupmönnum veitt verslunareinokun á Islandi. Lúterska „siðabótin“ hafði gert sitt gagn fyrir kónginn og kaupmanninn. Ekki að undra þótt danskur kóngur staðfesti lútersku kirkjuna scm þjóðkirkju á íslandi, er hann setti landinu stjórn- arskrá. Þjóðleg mótspyrna var nú brotin á bak aftur um tveggja alda skeið og alþýðu íslands sökkt niður í sárari örbirgð en nokkurn tíma fyrr. III. Næstu tvær aldir íslenskrar sögu eftir afvopn- un (1586) er versta niðurlægingartímabil íslenskr- ar þjóðar, raunverulegt skóladæmi þess, hvernig fer þegar alþýðan á engan félagsskap og samtök og krýpur í auðmýkt kúgunarkenningum yfirstétt- arinnar. Jiin gamla höfðingjastétt stórjarðeigenda, sú er sveik landið, deyr nú út. Hin nýja erlenda yfirstétt danskra kaupmanna og einvaldskonungs hennar og hin nýja íslenska yfirstétt, embættis- menn konungs, skapa nú grimmdarlcgasta kúgun- arkerfi íslenskrar sögu. Illir kaupmenn svínbeygja alþýðu til að þakka sér arðránið á þingi.1) Dóm- arar og böðlar yfirstéttarinnar reyna að dæma, hýða og drepa úr þjóðinni aílan kjark. Yfir öll grimmdarverk leggur lútersk kirkja blcssun sína og reynir að drepa síðustu mótspyrnu alþýðu með því að ógna henni með kvölum helvítis, ef hún ekki reynist „yfirboðurum" sínum auðsveip og undirgefin. Ekki nóg með það: „Jafnframt sýna einfaldar tölur ,að aftaka lög- dæmdra var lítið brot í umfangsmcira verki. Fé þeirra féll upptækt konungi og umboðsmönnum hans til handa, en fé annarra landsmanna smátt og smátt versluninni til handa, svo að útkoman varð lík. Þegar svo ber við eins og stundum í dágóð- um fiskiárum, að nokkrar þúsundir, segjum nxu þúsundir, tærast til dauða af skorti eða átján þús- undir deyja í einu úr farsótt, sem hætt var að vera mannskæð í menningarlöndum, hljóta ein- hver máttarvöld að vera með slíku að framkvæma felldan dauðadóm yfir þúsundfalt fleiii en þeim lögdæmdu, — drottinn einn veit, hverjum bar að réttu lagi að deyja, en örlög dæmdu þúsundanna voru öll jöfn. — Sá þjóðstofn, sem sveikst fiá dauðdaga hungurs, höggstokks og ólar og náði 19. öld, var minnihluti íslendinga. Meirihlutinn laut dómi og hvarf, og að sama skapi ef til vill margt í þjóðaieðli. í smáletursgrein á undan XI. þætti var því haldið fram, að niðurstaða barátt- unnar milli innlcndra húsbænda og landsdrottna og þeirra er undir þá voru gefnir ,hefði orðið sú að fcsta sem best fyrri alda venjur um kjörin og sambúðina, og þóttist innlenda yfirstéttin vel mega því una. En öflin, sem þurftu að einoka Island verslunarlega og trúarpólitískt í senn máttu engu slíku jafntefli una, þau urðu að umskapa íslendinga í auðsveipa nýlenduþjóð eða bíða ó- sigur ella með tímanum, og til þeiirar umsköp- unar dugði ekkert minna en refsingaæðið jafnt í sálmum sem sakadómum og allar tortímingarað- ferðir hallæra og höndlunar sameinaðar." — Þessa skörpu skilgreiningu Björns Sigfússonar er að finna í smáletursgrein hans að XII. kafla „Neista".2) íslensk alþýða er í tvær aldir krossfest, hædd og smáð af yfirstéttinni og prestum hennar, — og ógnað með helvítis kvölurn í ofanálag. Sá alþýðu- maður, sem píndur er alla ævi, fær stundum á höggstokknum iðrun góða i von um að slcppa þó a. m. k. við kvalirnar hinum megin. Píslarsaga þessa fólks er undirrót fegursta listaverks þessara 171 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.