Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 6

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 6
BÆTT FRAMKVÆMD Með þessu fylgdu tvær lagagreinar, sem ætlað var að bæta framkvæmd trygginga- laga. I fyrri greininni er ákveðið að setja skuli löggjöf um sérstakan tryggingadómstól, en til hans mætti vísa ágreiningi um bæmr. Frumvarpið var samið, en náði ekki fram að ganga Qg mun þar mestu hafa valdið andúð lögfræðinga á sérdómstólum. I síðari greininni er að finna ákvæði þess efnis að starfsmönnum sjúkrasamlaga, starfs- mönnum Tryggingastofnunarinnar og um- boðsmönnum hennar sé skylt að kynna sér til hlítar aðstæður umsækjenda og bótaþega og gera þeim grein fyrir ýtrasta rétti þeirra. Aður var aðeins að finna ákvæði um það, að umsækjendum væri skylt að svara öllum spurningum og veita allar upplýsingar án þess að stofnunin hefði beinar skyldur á móti. LAGABREYTINGAR 1972 í árslok 1972 voru aftur samþykkt lög um breytingar á almannatryggingum. Með þeim lagabreytingum var numið úr gildi það ákvæði að sýslumenn og bæjarfógetar skuli vera umboðsmenn Tryggingastofnun- ar ríkisins utan Reykjavíkur. I stað þess er það lagt á vald trygginga- ráðs að ákveða stað, fyrirkomulag og rekstur umboða. Með þessari lagabreytingu var haft í huga að eðlilegt væri að sameina skrifstofu- hald sjúkrasamlaga og tryggingaumboða. Engin breyting hefur þó fengist fram í þess- um efnum og kemur þar bæði til, tregða tryggingaráðs og sýslumanna. I sömu grein var sveitarfélagi heimilað að tilnefna sér- stakan trúnaðarmann Tryggingarstofnunar- innar, ef umboð stofnunarinnar starfa ekki í sveitarfélaginu. Þóknun þessa trúnaðar- manns á Tryggingarstofnunin að greiða. 198 Einstæðir feður, sem halda heimili fyrir börn sín, fengu þá réttarbót að geta átt til- kall til tilsvarandi launa og einstæðar mæður fá. Aðrar breytingar sem gerðar voru að þessu sinni voru gerðar til þess að lögfesta niðurfellingu persónuiðgjalda, og gjalda sveitarfélaga til lífeyristrygginga, sem áður höfðu verið ákveðin með ákvæðum bráða- birgðalaga. Einnig var fjallað um ýmis mál varðandi fyrirkomulag sjúkrasamlaga og samninga við heilbrigðisstéttir. LAGABREYTINGAR 1974 — RÝMKUN TEKIUTRYGGINGAR Þriðju lögin um breytingar á almanna- tryggingum voru samþykkt á síðastliðnu vori í þinglok. Veigamesm atriði þeirra breytinga voru rýmkun á tekjutryggingarákvæðum og ákvæði um tannlæknaþjónustu. Akvæðum um tekjutryggingu var breytt á þann veg að í stað þess að uppbót á líf- eyri lækkaði um sömu upphæð og aðrar tekj- ur bótaþega námu, hve lágar sem þær voru, byrjar skerðing uppbótar ekki fyrr en aðrar tekjur nema kr. 3-125,00 á mánuði og síðan um helming þeirra tekna sem umfram þá upphæð eru. TANNI.ÆKNAR í SJÚKRATRYGGINGAKERFIÐ Um tannlæknaþjónustu gildir eftirfarandi: Frá 1. september 1974, skulu börn og unglingar, 6—15 ára eiga rétt á ókeypis tannlæknaþjónustu, þannig að sjúkrasamlög greiða helming kostnaðar og sveitarfélög helming. Miðað er við að þjónustan fari fram hjá skólatannlækni á heilsugæslustöð, eða á stofu tannlæknis sem samið hefur ver-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.