Réttur


Réttur - 01.10.1974, Page 9

Réttur - 01.10.1974, Page 9
EINAR OLGEIRSSON Sigrast vestrænn sósíalismi á auðvaldskreppu Evrópu? Jóhannes úr Kötlum sagði eitt sinn við mig — í þá mund er hann orti skæðustu gagn- rýni á forustu Sovétríkjanna og verkalýð „velferðarríkjanna“ í „Tregaslag11, „Óljóð“ og „Ný og Nið111* — að ef til vill þyrfti að verða önnur bylting í Sovétríkjunum, til þess að endurreisa sósíalismann eins og hugsjónaskáldið mikla dreymdi um hann. Hann hafði áhyggjur út af þeirri stöðnun, er valdiö veldur, og þeim andlega vesal- dómi, er velferðarþjóðfélag auðvaldsins ól á. Ef til vill á hugmynd hans um gerbreytingu í Sovétríkjunum eftir að rætast við sér- stakar aðstæður, sem hér verða ræddar. Og vera má að sá verkalýður „velferðar11- þjóðfélagsins, sem honum þá lá við að örvænta um, rísi upp í nýrri reisn undir reiðarslögum þeirrar úlfakreppu, sem auðvaldsskipulagið nú er komið í. Verkalýður Vesturlanda mun minnast þess að í síðustu heimskreppu sigraði fasisminn og kom af stað heimsstríði. Og sigri hann nú á atómöld, þá kann öllu að vera lokið. I. Ný heimskreppa auðvaldsins Síðan 1929 hefur ekki hafist kreppa í auð valdsheiminum, sem teiknar til að verða eins djúp og víðtæk og sú, sem nú er hafin. Auð- mannastéttinni hefur tekist síðan 1945 að hindra að þær kreppur, er byrjað hafa, yrðu eins hræðilegar og áður, með því að beita þeirri aðferð, sem kennd er við Keynes og Roosevelt beitti með bestum árangri forðum: að láta ríkisvaldið hefja miklar framkvæmdir strax og fyrstu alvarlegu krepputeiknin koma, efla þannig kaupgetuna og koma framleiðslukerfinu í gang á nýjan leik. Núverandi kreppa hefur nú þegar tekið á sig einkenni alvarlegrar heimskreppu. Á Vesturlöndum magnast atvinnuleysið, hvert fyrirtækið á fætur öðru stöðvast, stórbank- ar verða gjaldþrota, bölsýni eykst i kaup- höllunum, hlutabréf í stóriðjufyrirtækjum falla: Á tveim árum 1972—74 féllu hluta- bréf á markaði kauphallarinnar í Lundúnum 201

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.