Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 12

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 12
rótum og á því hljómgrunn þar, ekki að- eins hjá nýfasistum. Og jafnvel í Englandi eru þegar „einkaherdeildir" að verki og eflast við átökin á Irlandi. Enn þá hættulegri eru þó hugsanlegar her- foringjauppreisnir eftir fyrirmyndinni frá Chile. Vitað er að Nato h.afði undirbúið slík- ar aðgerðir í öllum þessum löndum: hernað- arlega valdbeitingu gegn lýðræðinu, ef „lýð- urinn" leyfir sér að greiða atkvæði öðru vísi en auðvald Nato vill, — og þá auðvit- að með lýðræðið á vörunum. Vafalaust var þá einnig reiknað með bandarískri hernað- aríhlumn, ef með þyrfti. (Til þess var 6. flotinn hafður svo nærri Italíu). Þó eru allar slíkar aðgerðir miklu vafa- samari nú en fyrir þrem til fjórum árum. Fall fasismans í Portúgal og Grikklandi, — pólitískt gjaldþrot þeirra herforingjaklíkna, sem CIA og Bandaríkjastjórn hafa stutt til valda, — ósigur Bandaríkjanna í Víetnam og hneykslin heima fyrir, — og að síðustu upplausnarferli Nato (Frakkland og Grikk- land úr hernaðarsamstarfi) — allt hefur þetta haft áhrif í þá átt að gera Bandaríkin deigari til íhlutunar gegn lýðræðisstjórnum í Evrópu og gert herforingja efasamari um hvort uppreisn þeirra heppnist. Allt er undir því komið að allur verka- lýðurinn standi sameinaður gegn slíku ofbeldi hœgra megin frá og hafi unnið samúð milli- stéttanna. Gagnvart allsherjarverkfalli alls verkalýðs í stóriðjulandi stendur herforingja- uppreisn ráðþrota: það sýndi allsherjarverk- fall þýskra verkamanna 1921 gegn valda- ráni Kapps og klíku hans, — og Heath fékk í fyrra að finna fyrir samtökum ensku námu- verkamannanna, þegar enskt íhald ætlaði að beita hörðu. Það „fer skjálfti um hinn gelda gróðalýð sem æpir sífellt hærra á vald og vinning" — svo notuð séu orð Jóhannesar úr Kötlum í „Tregaslag" — þegar verkalýðurinn tekur að sameinast um stefnu, sem vekur samúð millistéttanna með honum. Með minnkandi möguleikum auðvalasins á að beita þeim valdránsaðferðum, sem að framan er greint, mun því yfirstétt Vestur- landa, auðhringarnir, leggja höfuðáhersluna á að þróa það vopnið, sem reynst hefur henni haldbest: ala á ágreiningi innan verkalýðsins og fylla í krafti valds síns yfir fjölmiðlunum alþýðuna með hverskonar hleypidómum, sem á einn eða annan máta gætu orðið „ópíum fyrir fólkið". Þó er Ijóst að það brotna nú skörð í þann blekkingamúr, sem auðvaldið hefur hlaðið utan um sig í þeim efnum: „Lýðræðis"-hjalið reynist innantóm- ara, þegar ljóst er hve botnlaust hyldýpi spillingar, lyga, múmþægni og eiðrofa birt- ist á æðstu stöðum fyrirmyndarríkisins: Bandaríkja Watergate’s og Víetnamstríðs. Og jafnvel í haldgóðan múr kaþólsks aftur- halds brotnuðu skörð í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um skilnaðarlöggjöfina á Italíu. En hinsvegar sýna síðustu kosningar í Vestur- Þýskalandi hve lífseigt afturhaldið er þar, þegar lygapressa Springers og kaþólsk hræsni plægja þann jarðveg, er nasisminn spratt upp úr. Vestur-Þýskaland er nú sterkasta auðvaldsríki Evrópu. Auðmannastétt þess er í nánu sambandi við auðhr'mgavald Banda- ríkjanna. Af þessu þýska auðvaldi, sem áður studdi Hitler til valda og Bandamenn lofuðu að uppræta í stríðslok, stafar nú höfuðhættan að auðvald Vestur-Evrópu sigri í komandi stéttaátökum. Það dugar ekki að draga neina fjöður yfir það, hver hætta er á ferðum í Vestur-Þýska- landi. Það land er nú fjölmennasta og auð- ugasta ríki Atlandshafsbandalagsins í Evrópu, ótvírætt forusturíki þess auðvaldsbandalags í þeim heimshluta. Hitlerdýrkun og komm- únistaofsóknir ríða þar húsum. Atómvopn 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.