Réttur


Réttur - 01.10.1974, Side 15

Réttur - 01.10.1974, Side 15
ólíkur „kínverski sósíalisminn'' myndi verða þeim evrópska.s) Og engan þarf að undra þótt sá sósíalismi, er þróast mun í stóriðju- löndum gömlu borgarabyltinganna Englandi og Frakklandi eftir að þriðjungur heims er genginn sósíalisma á hönd og imperíalisminn á fallanda fæti, verði furðu ólíkur þeim, er þróaður var við illan arf og erfiðar aðstæður á tímum Stalíns, þegar Sovétríkin, eina land sósíalistískrar byltingar í heiminum, voru sem virki umsetið fjandmönnum. Tökum dæmið af því, sem burgeisastéttin beitir mest og skæðast gegn sósíalismanum nú: að félags- og málfrelsið séu í hættu, ef hann sigrar, — af því hvorttveggja er tak- markað í Sovétríkjunum. Mönnum hættir oft við að gleyma staðreyndum sögunnar, þegar áróður auðvaldsins er mestur. Borgarastéttin bannaði strax í upphafi veldis síns öll verkamannasamtök. Aratug- um saman urðu verkamenn að berjast til þess að knýja fram félagafrelsið sér til handa og það í sjálfu „fyrirmyndarlandi lýðræðis- ins" Englandi. Og prentfrelsisins nutu þeir aðeins, ef þeir bláfátækir gátu séð af pen- ingum til útgáfu blaða. Það voru og eru raunverulega peningarnir, sem hafa prent- frelsið, ekki mennirnir. Og alltaf áttu verka- menn — og eiga enn — ofsóknir og bann yfir höfði sér, — voru sviftir hvortveggja frelsinu, hvenær sem auðmannastéttirnar álitu þau vopn alþýðu of hættuleg. Verklýðshreyfing Vesturlanda mun vissu- lega standa vörð um félagafrelsið og mál- frelsið, — einnig andstæðingum sínum til handa, — eftir að hún er orðin forustuaflið og sterkasti valdaaðili þjóðfélagsins. Verka- lýður Vestur-Evrópu hefur sjálfur orðið að berjast og fórna miklu til að vinna þetta frelsi úr helgreipum auðvaldsfasistanna, er rændu hann því — og hann veit einnig — af dýrkeyptri reynslu, hver lífsnauðsyn hreyf- ingu hans er gagnrýnin, einnig eftir að ríkis- valdið er komið í hans hendur. „Verklýðs- hreyfingin á allt undir hvassri gagnrýni á ríkjandi þjóðfélag. Gagnrýni er lífsviðurværi hennar. Hvernig gæti hún sjálf ætlað að koma sér undan gagnrýni ,viljað banna um- 207

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.