Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 16
ræður. Krefjumst vér þá af öðrum málfrelsi
fyrir okkur, til þess að aínema það svo sjálf-
ir í eigin röðum?" — Svo skrifaði Engels
forðum í frægu bréfi til Danans Gerson
Trier (18. des. 1889). Og kommúnistaflokkar
Vesturlanda hafa nú tekið af öll tvímæli um
afstöðu sína í þessum málum. — Hræðileg
misnotkun ríkisvaldsins líka eftir að það er
komið í hendur sósíalista, er einnig slík við-
vörun til verkalýðs Vesturlanda um nauðsyn
félagsfrelsis og málfrelsis, einnig eftir valda-
töku alþýðu, að hún mun ekki gleymast.
Sósíalismi Vesturlanda, sem sjálfur hefur átt
slíka snillinga sem Bernard Shaw, Anatole
France og Bertold Brecht, mun sjá til þess
að andlegt frelsi verði ekki í fjötra keyrt,
þegar honum hefur tekist að vinna bug á
verstu auðdrottnum í löndum sínum.
Sá leiðtogi sósíalismans í Vestur-Evrópu,
sem sérstaklega hefur mótað sjálfstæða
stefnu á síðustu áratugum er ítalski komm-
únistaforinginn Togliatti. Hann dó fyrir 10
árum, 1964, og lét þá eftir sig minnisblöð
með hugleiðingum sínum um þessi vanda-
mál öll, þar með einnig um það, sem aflaga
fór í Sovétríkjunum. (Þær hugleiðingar hans
voru prentaðar í Rétti 1964 bls. 235—247).
Flokkar sósíalista á Vesturlöndum geta enn
margt af Togliatti lært.
En sósíalistahreyfing Vesturlanda nær ekki
því valdi og forustu í þióðfélögunum, sem
hún þarf, þótt hún sjálf standi sameinuð.
Hún verður að vinna til fylgis við sig þorra
þeirra millistétta auðvaldsskipulagsins, sem
ýmist hafa aukist eða minnkað við þróun
þess. Forðum var bandalagið við bændastétt-
ina höfuðatriðið og vissulega er það enn
nauðsynlegt að ná samstarfi við vinnandi
bændur þessara landa. En allt útlit er fyrir
að Efnahagsbandalagið verði langt komið
með að eyða bændastéttinni í flestum lönd-
um þess, áður en sósíalismi sigrar í Vestur-
Togliatti
löndum (Sbr. Mansholt-áætlunina), eins og
Bandaríkjaauðvaldið er þegar að miklu leyti
búið að útrýma bændastéttinni hjá sér.
Verkalýður Vesturlanda mun því jafnt
verða að vinna til bandalags við sig þær
millistéttir, sem fer fækkandi sökum áhrifa
auðdrottnanna, — þ.e. bændur, handverks-
menn, smáatvinnurekendur, smákaupmenn o.
s. frv., — sem og hinar, er vaxa, svo sem
hverskonar sjálfstæða starfsmenn þjónustu-
fyrirtækja sem og „einyrkja" eins og lækna,
verkfræðinga o. fl. I höfuðatriðum fara hags-
munir verkamanna og þessara millistétta
saman. Sameiginlegur óvinur er hringavald-
ið. Og það þarf að einangra og sigra. Til
þess þarf, auk alls annars, gerbreytingu á
valdi verklýðshreyfingarinnar yfir blöðum
og slíkum fjölmiðlum, því þar drottna nú
litlar klíkur auðhringavaldsins og móta hugi
meirihluta þjóðanna. Það er ekki nóg fyrir
sósíalistíska verklýðshreyfingu að móta rétta
stefnu. Hún verður líka að kynna hana með
svo frábærum og víðsýnum hætti að hún
vinni meirihluta þjóðanna til fylgis við hana.
208