Réttur


Réttur - 01.10.1974, Qupperneq 17

Réttur - 01.10.1974, Qupperneq 17
Það er vart efa bundið að stéttaandstæð- urnar á Vesturlöndum munu harðna svo á næstunni, að verkalýður þar á ekki annars kostar en berjast til sigurs yfir auðmanna- stéttinni, ef hann vill ekki sætta sig við stórskert iífskjör. Sú auðstétt Vesturlanda, er í upphafi aldar drottnaði yfir hálfum heiminum og hugði sig herra veraldar, er nú að missa gróðalindirnar utan Evrópu úr greip- um sér. Hún mun reyna að vinna upp með auknu arðráni á alþýðunni heima það, sem hún glatar út á við. Vestur-Evrópa er ekki sérstaklega auðug að hráefnum. Bandaríkin og Sovétríkin standa þar miklu betur að vígi. Tapi auð- mannastétt Vesturlanda í stéttastríði sínu við alþýðu, mun hún vafalaust reyna að koma ringulreið á efnahagslíf þar, svo sem sú stétt alltaf hefur reynt til að fella róttækar stjórnir allt frá því norska verkamanna- stjórnin var felld með fjárflótta 1928 og til skemmdarverkanna gegn Allendestjórninni í Chile 1973 að undirlagi Bandaríkjanna. En verksmiðjurnar og verkkunnáttu evrópsks verkalýðs getur auðvaldið ekki flutt burt. Því mun einbeittri verklýðsforustu takast að sigrast á öllum slíkum skemmdarvörgum. En stóra spurningin í öllu þessu verður eftirfarandi: Hver verður afstaða sósíalistísku ríkisstjórnanna, er smátt og smátt næðu völd- um í flestum núverandi auðvaldsríkjum í Vestur-, Suður- og Norður-Evrópu, og kæmu á yfirstjórn alþýðu á atvinnulífinu, þjóðnýt- ingu helstu auðhringa og stórbanka, en tryggðu fullt málfrelsi, félagafrelsi og áfram- haldandi eðlilegar kosningar í löndunum, — hver verður afstaða slíkra stjórna til Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna — og öfugt? IV. „Vestrænn” sósíalismi, — Bandaríkin og Sovétríkin Hvað Bandaríkin snertir, þá ættu þau erfitt um vik að grípa inn í rás viðburðanna í Vest- ur-Evrópu, ef þau viðbrögð auðvalds þar, er um var rætt í II. kaíla, hefðu mistekist. Þar að auki er ekki víst að átylla til þess yrði svo auðveld, því ekki er víst að þau Evrópuríki, sem í Nato eru, segðu sig strax úr því, þó sósíalistískar stjórnir kæmust þar til valda, þó þær að líkindum hættu smá- saman hernaðarsamvinnu, — eins og borg- aralegar stjórnir Frakklands og Grikklands nú hafa gert, — og létm þær byrðar, sem hernaðarútgjöldin nú eru almenningi. Það er vel hugsanlegt að fyrst vildu slíkar stjórnir á Vesturlöndum sjá viðbrögð Sovét- ríkjanna áður en nokkur endanleg slit yrðu á samstarfi við Bandaríkin. Afstaða vestrænna sósíalista (sósíaldemó- krata og kommúnista) til Sovétríkjanna og afstaða Sovétríkjanna til slíks „vestræns" sósíalisma verður því það, sem allt veltur á. Orlög „Dubcek-sósíalismans," endalok „vors- ins í Prag" munu í huga margra vestrænna sósíalista hanga sem sverð yfir höfuðsvörð- um Vesturlanda, ef þeir fara þessa leið. Athugum fyrst þá mynd, sem vestrænir sósíalistar þurfa að gera sér af Sovétríkjun- um, ef þeir líta þau raunsætt, án haturs og ástar: Sovétríkin eru sterkasta valcl sósíalismans 209
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.