Réttur


Réttur - 01.10.1974, Page 29

Réttur - 01.10.1974, Page 29
Gils Guðmuiidsson: H af r éttar r áðste f nan í Caracas i. Arin 1958 og 1960 voru á vegum Sam- einuðu þjóðanna haldnar tvær alþjóðaráð- stefnur um hafréttarmál. Arangurinn varð takmarkaður, og raunar mistókst þá með öllu að fá sett alþjóðalög um ýmsa mikil- vægustu þætti hafréttarmála. Að því er tók til fiskveið.'lögsögu varð um þær mundir gagnger breyting: hin þrönga þriggja eða fjögurra mílna landhelgi varð að þoka að því er varðaði fiskveiðar, og æ fleiri strand- ríki tóku sér 12 mílna fiskveiðilögsögu. Voru Islendingar framarlega i þeim flokki, og höfðu með fordæmi sínu veruleg áhrif á þróun þessara mála, svo sem kunnugt er. Eftir að önnur hafréttarráðstefna Samein- uðu þjóðanna fór út um þúfur 1960, lágu umræður um nýja ráðstefnu að mestu niðri um skeið. Leit svo út næsm árin, sem 12 rnílna fiskveiðilögsaga yrði ríkjandi, þar eð flest þau lönd, sem áður höfðu hamlað á móti, svo sem Bretland, tóku sér þá lögsögu sjálf. En eftir því sem fiskveiðitækni fleygði fram og stórar fiskveiðiþjóðir efldu úthafs- flota sinn, þeim mun ljósara varð ýmsum strandríkjum að 12 mílna fiskveiðilögsaga var engin frambúðarlausn, þar yrði verulega 221

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.