Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 31

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 31
reglum um Alþjóðahafsbotnssvæðið, voru enn mörg vafaatriði og vandamál óleyst þeg- ar til ráðstefnunnar kom. Gekk erfiðlega að komast þar að sam- eiginlegri niðurstöðu, eins og síðar verður frá greint. Formaður fyrstu nefndar var Af- ríkumaðurinn Paul Engo frá Cameroon. Onnur nefnd glímdi tvímælalaust við um- fangsmestu og erfiðusm mál þessarar ráð- stefnu, þar á meðal víðáttu lögsögu strand- ríkja og fiskveiði- eða auðlindalögsögu. Við Islendingarnir fylgdumst því af sérstökum áhuga með störfum þessarar nefndar og lögð- um áherslu á að taka sem fyllstán þátt í því verki, sem þar var verið að vinna. Formaður annarrar nefndar var Venesúelamaðurinn Andres Aguilar. Þriðja nefnd hafði fyrst og fremst þau verkefni að undirbúa alþjóðareglur til að hamla gegn mengun sjávar, svo og um vís- indalegar rannsóknir og rétt strandríkis í sambandi við þær. Formaður þeirrar nefndar var Búlgarinn Alexander Yankov. Samkvæmt þeim reglum, sem ráðstefn- unni höfðu verið settar, skyldi áhersla á það lögð að reyna til þrautar að ná sámkomulagi um mál, áður en til atkvæðagreiðslu kæmi. Var frá uphafi ráðgert, að ekki kæmi til at- kvæðagreiðslu í Caracas, heldur yrði þar reynt að fækká valkosmm sem mest mætti vera, ná samstöðu um sem flest atriði og undirbúa þannig þriðja þátt ráðstefnunnar. Samkvæmt dagskrá voru verkefni ráðstefn- unnar í 25 málaflokkum, sem greindust í undirflokka, þannig að um 70 atriði var að ræða. III. Fyrsm dagana í Caracas deildu menn um það, hvaða reglur skyldu gilda, þegar til at- kvæðagreiðslu kæmi. Eftir talsvert þóf náð- ist um það samkomunlag, að til þess að til- laga hlyti lögmætt samþykki þyrfti hún að fá % greiddra atkvæða. Ljóst var frá upphafi, að höfuðátökin á ráðstefnunni yrði milli þeirra ríkja, sem vilja hafa þrönga lögsögu strandríkja og hinna, sem vilja hafa hana sem víðasta. En inn í þetta blandast fjölmörg atriði önnur, sér- hagsmunir einstakra ríkjahópa og þjóða, og yrði of langt mál að gera grein fyrir því öllu. Sem dæmi má nefna landlukt ríki, eyja- klasaríki og strandríki sem lítið eða ekkert landgrunn hafa. Þar sem tvo þriðju atkvæða þarf til lögformlegs samþykkis er ljóst, að heildarlausn muni því aðeins fáanleg að ríkjahópar með nokkuð mismunandi sjónar- mið gæm komið sér saman um meginstefnu. Af Islands hálfu var að því unnið í Caracas, í beinu framhaldi af störfum ísl. fulltrúanna á undirbúningsfundunum, að strandríki ,þau sem svipaðra hagsmuna höfðu að gæta á sviði fiskveiða og lýst höfðu áþekkum skoðunum um fiskveiðilögsögu, ræddu hafréttarmálin sín á milli og leituðust við að komast að sameiginlegri niðurstöðu. I ríkjahópi þessum eru mörg Mið-og Suður-Ameríkuríki, Afríku- og Asíuríki, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjá- land. Af Evrópuríkjum hafa aðeins ísland og Noregur verið þátttakendur. Starfsemi þessa ríkjahóps hefur ekki hvað síst beinst að því að afla fylgis hugmyndinni um 200 mílna auðlindalögsögu. Hefur árang- urinn orðið furðumikill á tiltölulega skömm- um tíma, enda þótt margt annað en þessi óformlegu samtök hafi stuðlað að þeirri þró- un. Ríki þessi höfðu um hríð búið sig undir það að leggja fram sameiginlegar tillögur, þar sem skýrt og ótvírætt væru fram sett meginsjónarmið þeirra, sem fylgja 200 míl- unum, en jafnframt reynt að komast að sam- eiginlegri niðurstöðu um sem flest atriði önn- ur er máli skipta. Var þess vænst, að hægt 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.