Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 39

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 39
EINAR OLGEIRSSON ÖRLÖGSÍMA ALÞÝÐUFLOKKSIN S Alþýðuflokkurinn lifir um þessar mundir örlagastund sína. Þá verður útkljáð hvort hann veslast upp og deyr eða hvort hann hverfur af þeirri óheillabraut, sem leitt hef- ur yfir hann stöðuga hnignun. Á slíkri stund er hollt fyrir þá, sem fylgt hafa flokkn- um, að líta til baka og rannsaka orsakir þess, hvernig komið er. Greinarhöfundur, sem sjálfur gekk í Alþýðuflokkinn 1921, rifjar í þessari grein upp margt af þvi, sem ógæfunni olli, — ræðir ýmis hinna glötuðu tækifæra flokksins og bendir á hvað af mætti læra. Til þess eru vítin að varast þau. HARÐUR HÚSBÓNDI Frá stofnun Alþýðuflokksins 1916 hafði Fram- sókn mikil áhrif í honum, ekki síst vegna persónu- legs sambands Jónasar frá FJriflu við ýmsa foringja flokksins. Framsókn var harður húsbóndi og það voru ekki mikil eða háleit verkefni, sem Jónas ætlaði Alþýðu- flokknum, ef hann fengi að ráða.1) Flokkurinn átti að una sæll og glaður við smálagfæringar á því þorgaralega þjóðfélagi og sist láta sig dreyma stóra drauma um afnám auðvaldsskipulagsins og sigur sósiafsmans. Hinsvegar verða menn að muna, er menn íhuga þetta fyrsta skeið yfirdrottnunar Framsóknar yfir Alþýðuflokknum, að Framsókn er þá enn all ólíkþví, sem hún er nú. Samvinnuhugsjónin er miklu sterk- ari í flokknum en nú er og þar með andstaða gegn yfirdrottnun auðs og auðvaldsskipulaginu sjálfu. Hins vegar var auðvitað til tvísk'nnungurinn milll þessarar hugsjónar og afturhaldssamra bænda, þótt foringjar flokksins vildu þreiða yfir það. Þannig sagði Jónas frá Hriflu i grein sinni „Nýr lands- málagrundvöllur" („Réttur", bls. 33, 1918) um Fram- sókn („Vinstrimannaflokkinn"): „Þröngsýnlr og smásálarlegir bændur og sveitavinir geta ekki átt þar heima. Þeir lenda sjálfkrafa í fylkingarbrjósti hægrimennskunnar". Hins vegar vantaði ekki róttæknina í margt, sem skrifað var þá í blöðum Framsóknar. Sjá t.d. eftir- 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.