Réttur - 01.10.1974, Side 44
En sumarið 1939 kom Stauning, formaður danska
sósíaldemókrataflokksins, í heimsókn til Islands.
Dansk'r kratar voru andvígir lýðveldisstofnun á
Islandi. Og hægri foringjar Alþýðuflokksins voru
ætið leiðitamir dönskum krötum. Formaður Alþýðu-
flokksins lýsti yfir því við Stauning að af hálfu
Alþýðuflokksins væri ekkert fastþundið um lýð-
veldisstofnun! Og Stauning hélt ánægður heim,
tilkynnti í Danmörku að það væru bara Jónas frá
Hriflu og kommúnistar, sem vildu stofna lýðveldi
á Islandi! — Þannig hraktist hægri forustan í ístöðu-
leysi sínu frá nýsamþykktu stefnumáli.
I „þjóðstjórn'nni" (1939—42), afturhaldssömustu
stjórn, sem setið hefur að völdum á Islandi, lét
hægri forusta Alþýðuflokksins hafa s'g út í allar
þær misgerðir, er einkenndu feril þessarar stjórn-
ar. Stefán Jóh. formaður flokksins, stóð m.a.s.
með Jónasi frá Hriflu í þeim aðgerðum gegn rót-
tækum skáldum og listamönnum, sem frægastar
eru að endemum. Frjálslyndir menn eins og Vil-
mundur Jónsson, Árni frá Múla o. fl. risu hinsvegar
upp gegn verstu ofsóknunum og sumar tókst að
hindra, öðrum var hnekkt um siðir.
Sumarið 1941 sagði Vilmundur af sér þing-
mennsku. Var þá hinn siðasti af gömlu v'nstri for-
ingjunum í Alþýðuflokknum kominn út úr áhrifa-
stöðum, Finnbogi Rútur hafði hins vegar alveg
dregið sig í hlé, er flokkurinn fór í þjóðstjórnina,
þótt nafn hans stæði áfram á Alþýðublaðinu um
hríð. -- Eftir þetta þekkti kommúnistahatur flokksins
engin bönd.“>
Með öllum afturhalds- og kúgunaraðgerðum þjóð-
stjórnarinnar fjarlægðist hægri forusta Alþýðu-
flokksins verkalýðssamtökin meir og meir. Þegar
Sósíalistaflokkurinn und rbjó verklýðsfélögin til
baráttu eftir erfiðu átökin í janúar 1941, áleit þjóð-
stjórnin sér enn allt óhætt. Stefán Jóh. Stefánsson,
ráðherra Alþýðuflokksins sagði þá í þingræðu 24.
okt. 1941: ,,Mér er kunnugt um það að það er
engin sérstök hreyfing i þá átt að segja upp
samningum með það fyrir augum að hækka grunn-
kaup'ð .... Engin yfirvofandi hætta sýnist á því
að slíkt skelli á." — Og þá var hann formaður
Alþýðusambandsins!
En þegar sósíalistar höfðu tekið forustuna í
mikilvægustu fagfélögunum og þau hófu í ársbyrj-
un 1942 verkföllin, þá svaraði þjóðstjórnin með
gerðardómslögunum alræmdu. Þá var einnig hægri
forustu Alþýðuflokksins nóg boðið. Stefán Jóh. fór
úr ríkisstjórninni. Þegar Sósíalistaflokkurinn svo
skipulagði skæruhernað nn stóðu verkamenn þar
saman sem stétt — og sigruðu. Og saman stóðu
verkamenn verklýðsflokkanna í Dagsbrúnarkosning-
unum i febr. 1942 og skópu þá róttæku stjórn, sem
siðan hefur einkennt Dagsbrún. Saman stóðu þeir
síðan að stjórnarmyndun í Alþýðusambandi Islands,
þar sem Sósíalistaflokkurinn nú hafði raunverulega
meirhluta, þegar loks var kosið lýðræðislegum
kosningum þar eftir 12 ára einræði. Saman hrundu
á sama árinu: gerðardómslögin, þjóðstjórnin og
einræðið i A.S.I.
Tvennar þingkosn'ngar og stjórnarskrárbreyting
1942 sýndu nú hver gerbreyting var orðin á hlut-
föllum: Sósíalistaflokkurinn kom í haustkosningun-
um að 10 þingmönnum (K.F.I. 1937: 3 þm.) með
18,5% atkvæða, (K.F.I. 1937: 8,5%), en hægri
forusta Alþýðuflokksins uppskar eins og hún hafði
sáð: fékk 7 þingmenn og 14,2% atkv. (1937: 8 þm.
19%). Alþýðuflokkurinn hafði nú tapað þriðjungi
þess fylgis, er hann hafði 1934 (þá 21,7%).
TÆKIFÆRI GEFST
Haustið 1944 fær Alþýðuflokkurinn aftur tækifæri
til þess að vinna upp það traust hjá alþýðu, er
hann hafði glatað. Honum býðst möguleiki á að
taka þátt í ríkisstjórn fI að framkvæma þá stór-
huga nýsköpunaráætlun, sem Sósíalistaflokkurinn
setur fram: Nýsköpun alls framleiðslugrundvallar
íslensks þjóðfélags og að undirbyggja þannig stór-
bætta lífsafkomu alþýðu.
Þegar Framsókn skarst úr leik í umræðum fjögra
flokkanna, af því hún krafðist 10% launalækkunar
hjá verkamönnum, taldi forusta hennar sig hafa
loforð fyrir því frá formanni Alþýðuflokksins að
sá flokkur myndaði ekki stjórn með ,,kommúnist-
um og íhaldi". En Framsókn bauð þá samdægurs,
3. okt., Sjálfstæðisflokknum stjórnarmyndun um
launalækkun hjá verkamönnum. Því tilboði var ekki
tekið. Hinir flokkarnir héldu áfram samningaum-
leitunum.
En forusta Alþýðuflokksins var sundurleit, tvíráð
og óákveðin. Þótt þingflokkurinn væri yfirleitt á
hægri sveif, þá var 25 manna miðstjórn ákvörðunar-
valdið og mjög skiptar skoðanir.
Sósíafstaflokkurinn stóð hins vegar heilsteypt-
ur að nýsköpunartillögunum, raunsær og hleypi-
dómalaus, ékveðinn í að mynda ríkisstjórn einmitt
236