Réttur


Réttur - 01.10.1974, Side 57

Réttur - 01.10.1974, Side 57
af hagsmunum verkalýðshreyfingarinnar, hóf þá atvinnubyltingu, er tryggði landsmönnum næga atvinnu, beitti sér fyrir samfélagslegum framkvæmdum er stórbættu félagslega þjón- ustu, rétti stórlega hlut aldraðs fólks og ör- yrkja og lagði grundvöll að sjálfstæðri ís- lenskri utanríkisstefnu. A þriggja ára valda- tíma vinstri stjórnar sannaði stefna félags- hyggju hvers hún er megnug, þó veilur vinstra samstarfsins kæmu í veg fyrir einarða afstöðu í landhelgismálinu, er mest reið á, og hindraði efndir fyrirheita stjórnarsamn- ingsins um brottför hersins. Það var einkum vanmáttur og upplausn SFV og undirróður hægri aflanna í Framsóknarflokknum, er olli því að samstöðu skorti. Af þessu þurfa allir vinstri menn að læra. Ljóst er, að Samtökin megna ekki að hafa áhrif á myndun vinstri stjórnar eða móta vinstri stefnu. Framsókn- arflokkurinn hefur sýnt, að hann er tækifær- issinnaður miðflokkur, sem sveiflast milli hægri og vinstri. Forysta hans hefur nú tekið upp ómengaða hægri stefnu og skeytir ekki hið minnsta um vilja alls þorra kjósenda sinna. Slíkum aðilum er ekki treystandi til að leiða vinstri stefnu félagshyggjufólks á ný til öndvegis í íslenskum stjórnmálum. í alþingiskosningunum í júní sl. sannaðist, að Alþýðubandalagið er ótvíræður forystu- flokkur íslenskra vinstri manna. Þá veitti nær fimmti hver kjósandi í landinu sósíalískum verkalýðsflokki atkvæði sitt. En styrkur Al- þýðubandalagsins var samt ekki nægur til að koma í veg fyrir myndun hægri stjórnar að kosningum loknum. Til að tryggja vinstri stefnu brautargengi á ný, verða þeir vinstri menn, sem ekki hafa enn skipað sér undir merki Alþýðubandalagsins að endurskoða afstöðu sína og draga þá ályktun, að aðeins efling Alþýðubandalagsins tryggir framgang félagshyggju og aðeins frá Alþýðubandalag- inu getur launafólk vænst stuðnings og þess pólitíska styrks, sem verkalýðshreyfingunni er nauðsynlegur. Fyrir tilverknað vinstri stjórnarinnar í at- vinnumálum, hefur Island þá sérstöðu í auð- valdsheiminum í dag, að hér á landi er næg atvinna og efnahagsleg velmegun. í iðnríkj- unum umhverfis okkar er hinsvegar upp- lausnarástand og ótvíræðir kreppuboðar, ringulreið á gjaldeyrismörkuðum, verðbréfa- fall og vaxandi atvinnuleysi. Þar brjótast nú skýrt fram innri andstæður hagkerfis auð- valdsins. Þessu verður íslensk verkalýðsstétt að gefa náinn gaum vegna þess, hve íslenskt efnahagslíf er viðkvæmt fyrir sveiflum á al- þjóðamarkaði. Jafnframt þarf íslensk alþýða að gera sér ljóst að þessi kreppa er að hluta til afleiðing af vaxandi átökum milli auðugra iðnþróaðra ríkja og hins snauða heims og beita sér fyrir því að íslendingar styðji hvarvetna baráttuna fyrir auknu jafnrétti, frelsi og efnahagslegu öryggi. Landsfundur Alþýðubandalagsins minnir á, að það er fyrir tilstilli og atorku íslenskrar verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokks hennar, að tekist hefur að knýja fram breyt- ingar á íslensku þjóðfélagi á síðustu áratug- um, ma. með þátttöku sósíalista í stjórn landsins þrívegis í sögu lýðveldisins. Lang- varandi stjórnarforysta hægri aflanna er verkalýðshreyfingunni hættuleg og getur valdið því, að erlend auðfélög hreiðri hér enn frekar um sig. Slík stefna sviptir lands- menn stjórn á íslenskri iðnþróun og mundi skerða efnahagslegt sjálfsforræði íslendinga. Það er því brýn nauðsyn að seta hægri stjórn- ar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks verði skammvinn. Framundan er hörð stjórnmálabarátta. I þeirri baráttu verður Alþýðubandalaginu að takast að fylkja saman öllu vinstra fólki til baráttu gegn hægri stjórn og atvinnurekenda- 249

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.