Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 4

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 4
auðs og aðstöðu í samfélaginu. Á því kýli þarf að stinga. Og vissulega eiga allir að vera jafnir fyrir lögunum. Það er grundvallarforsenda fyrir réttarríki, og berjast þarf af alefli gegn því að „pólitík" nái að gagnsýra dómstólakerfið. Ógnaratburðir síðustu ára eiga að vera okkur sósíalistum tilefni til að líta aftur og reyna að greina helstu þætti í þjóðfélags- þróun síðustu áratuga í leit að orsökum. Hér verður það vitanlega ekki gert til neinnar hlítar — aðeins varpað fram hugleiðingum, ef ske kynni, að þær gætu orðið öðrum til- efni umhugsunar og umræðu. Vert er að minna á, að þeir flokkar sem nú deila hvað mest innbyrðis um lögreglu- mál og dómstólakerfið, hafa og átt stærst- an þátt í að móta íslenska þjóðfélagsþróun frá stríðslokum. Þetta segir sína sögu um þá stjórnmálastefnu, sem rekin hefur verið, bæði í innanlandsmálum og utanríkismálum. Forusmmenn Sjálfstæðisflokks, Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks voru ekki færir um að ráða fram úr þeim vanda, er blasti við sjálfstæðri íslenskri þjóð á 5. áratugnum. Þeir töldu óhjákvæmilegt að hlíta forsjá bandarísks hernaðarvalds. Og síðan var það auðvitað nauðsyn fyrir þá að reka áróður þess og reyna að ala þjóðina upp til sama skilnings. Það er hverjum einstaklingi, og þá um leið hverri þjóð, nauðsyn að huga að og standa vörð um ýtrustu skilyrði tilveru sinn- ar, þræða stigu hennar upp á von og óvon og axla ábyrgðina. Sú þjóð, sem gerir það ekki, verður ekki fullveðja. Og þegar ýtrustu skilyrði tilverunnar eru ekki lengur lífs- spursmál, varla einu sinni umhugsunarefni, þá skapast tómarúm sem verður að fylla. Þetta tómarúm var fyllt með margvissum áróðri peningahyggju óhefts neysluþjóðfé- lags. Samtímis olli hermang þessara flokka meiri byggðaröskun en áður hafði þekkst. Viðnám fólks við þessum áróðri var skert vegna þess að það hafði verið rifið upp með rótum, fyrri félagslegar forsendur voru brostnar og ekkert nýtt komið í staðinn. Amerísk hermenning flæddi yfir og sam- tímis var haldið að þjóðinni lágkúrulegustu hugmyndum um einkaneyslu og sérhags- muni.. Það sem undir kraumar hjá þeim sem ánetjast hafa hugmyndafræði þessara flokka, sýndi sig í fyrra, þegar ljóst varð öllum lýð, að „verndin" hafði verið blekking. Það var ekki að sjá að þjóðarmetnaður væri særður. Nei, úr sárinu vall peningur: látum þá borga fyrir aðstöðuna, tökum leigu fyrir land- ið. Og fjórir ráðherrar, sem nú sitja í ríkis- stjórn, hafa lýst því yfir, að þeir séu fylgj- andi því að bandaríkjamenn standi straum af opinberum framkvæmdum eða borgi leigu. Ráðherrar af því tagi ættu ekki að verða hissa á því, þótt siðferðilegrar hnignunar, peningagræðgi, sviksemi og þjófnaðar gæti hjá einhverjum þegna þessa lands. Hér hefur verið stiklað á stóru, en öllum má ljóst vera, að samhengi er milli stjórnar- stefnu peningahyggju- og hernámsaflanna og margs þess sem miður fer í samfélaginu nú. Áratugum saman hafa sósíalistar veitt viðnám við þessum áróðri peningaaflanna. Og enn er brýnt að herða róðurinn ,því að leiðin til betra samfélags er að hugsjónir manngildis og sósíalisma nái að gagnsýra mannlífið. Svava Jakobsdótir. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.