Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 8

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 8
COURIER JOURNAL. „Hervalds- og stóriðju-klikan" temur nýjan forseta: „Það kvað vera auðvelt þegar honum er gert Ijóst, hver er sá sterki“. þann ugg í ljós að lýðvaldið í landi sínu væri að lúta í lægra haldi fyrir auðvaldi — og það eru aðeins 15 ár síðan sjálfur her- foringinn í forsetastóli Bandaríkjanna, Eis- enhower, árið 1961, kvaddi þjóð sína með þeirri aðvörun að „hópur herforingja og stór- iðjuhölda"*' væri að ná óhugnanlegum tök- um á þjóðfélaginu. Og það er aðeins rúmur áratugur síðan forseti Bandaríkjanna, ]ohn Kennedy, var myrtur 22. nóv. 1963, af þeim öflum, sem halda vilja hergagnaframleiðslu og alþýðufjandskap í hámarki, — skotinn úr tvöfaldri fyrirsát, af því hann hugði á 8 friðsamlega stefnu og viðurkenningu Kúbu- stjórnar.r>) Síðan sá FBI um að morðinginn væri myrtur og síðan morðingi morðingjans og svo koll af kolli. FBI — það er sjálf ríkisrannsóknarlög- reglan. Hún veit hvað hún er að gera! Aðvörun Eisenhowers var ekki að ófyrirsynju. Hann vissi um hvað hann talaði: Það er ekki um neinn smágróða að raeða hjá „Kaupmönnum dauðans". Gróði hergagnaframleið- endanna í Bandaríkjunum er þrefalt hærri en með- algróði í iðnaðinum. Því dýrari sem stríðin verða, því meira græða þeir. Heimsstyrjöldin fyrri kostaði Bandaríkin 28 milj- arða dollara, („Kaupmenn dauðans" reikna ekki mannslíf), heimsstyrjöldin siðari 288 miljarða doll- ara, Kóreustríðið 54 miljarða, Vietnamstríðið 150 miljarða dollara. — Á síðasta skattári (1975) voru útgjöld hermálaráðuneytisins 90 miljarðar dollara. Vopnaframleiðslan er gróðavænlegasta, flóknasta og stærsta atvinnugrein Bandaríkjanna, — velta vopnahringanna er líklega 35 miljarðar dollara á síðasta ári. Hergagnasalarnir flytja út drápsvélar til 136 ríkja, líklega að upphæð sem nemur yfir 10 miljörðum dollara 1975 (Það er skiljanlegt að Lock- heed-félagið greiði 22 miljónir dollara í mútur er- lendis, til að tryggja sér að vera með í sölunni, — en það veldur vissum óþægindum, þegar rannsók- arnefnd öldungadeildarinnar flettir ofan af slíkul). Þegar mannvíg og undirbúningur þeirra er orðinn gróðavænlegasta atvinnugreinin í Bandaríkjunum, þá er ekki að furða þótt ei sé hikað við að láta „besta vin" Bandaríkjaauðvaldsins, CIA, undirbúa og framkvæma, ef heppnin er með, morð á þjóð- höfðingjum eins og Castro, Lumumba eða öðrum, sem losa þarf Bandaríkin við, — svo sem rann- sóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sýndi fram á i 346 síðna skýrslu sinni. Og þegar „höfðingjarnir" hafast slíkt að, er þá að furða þó smáglæpamennirnir feti í fótsporin, — færist í aukana og gerj t.d. New York að borg þar sem enginn er óhultur um lif sitt, einkum þegar kvölda tekur. ☆ ★ ☆ Hvernig er raunverulega ástatt nú um valdið í Bandaríkjunum, — lýðvaldið, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.