Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 10

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 10
inn, það var þó alltaf forusta hans sem lét brjótast inn, en Demokratar þeir, sem fyrir innbroti forsetaklíkunnar urðu. Ef til vill breytir Carter ýmsu í stjórnar- háttum þar vestra, en ekki er líklegt að hann snerti nokkuð við því valdi sem hættulegast er: oft/rvaldi auðmanna og hervalds. Kissinger var utanríkis- og öryggissérfræð- ingur Nixons og Fords. Hann var náinn sam- verkamaður Rockefeller-œttarinnar og hafði starfað í stofnunum hennar. Carter forseti hefur nú valið sinn öryggis- málasérfræðing, eftirmann Kissingers. Það er Zbignieiv Brzezinski. Hann hefur líka verið náinn samverkamaður Rockefeller-anna í stofnunum þeirra og var áður sagt frá hon- um í „Rétti” og höfuðstofnun auðjöfranna um utanríkismál.') Það er ráð að líta nokkuð nánar á stöðu Rockefeller-ættarinnar til þess að fá raun- hæfa mynd af því hverjir það eru sem ráða Bandaríkjunum í raun og veru. II. Keisaradæmið yfir oss: Bandaríki Rockefellers David Rockefeller er nú höfuð ættarinnar Hann er bankastjóri Chase Manhattan bank- ans, sem verið hefur lengst af stærsti banki Bandaríkjanna. Auður ættarinnar er álitinn vera milli fimm og tíu miljarðar dollara. David er sem könguló í valdakerfinu. Ut frá miðstöðinni á Manhattan liggja þræðirnir út um kerfið: — til þriggja annara af stærstu bönkum heims, þar um síðar, — til fjögurra voldugustu olíuhringanna, þar á meðal Exxon, voldugasta fyrirtækis auðvaldsheims- ins með veltu, er nemur 1974 42 miljörðum dollara, eignum upp á 31 miljarð dollara og ársgróða yfir 3000 miljónir dollara, — til heilla tylftar af háskólum og rannsóknar- stofnunum, — til forríkra stofnana, sem Rockefeller-ættin hefur „gefið” til að komast hjá sköttum, en stjórnar samt. Það konungsríki olíunnar sem gamli John D. Rockefeller I. skóp, hefur nú breyst í keisaradæmi fjármálavaldsins, sem teygir klærnar út um allan auðvaldsheiminn. Á skrifstofum David Rockefellers á Man- hattan, í klúbbi „leyndarráðs auðvaldsheims- 10 ins”, sem hann er formaður fyrir, og í höll hans hittir hann jafnt Arabafurstana sem olíukóngana, aðeins 1973 heimsóttu hann 27 þjóðhöfðingjar og forsætisráðherrar. Og í einkabústað hans í Pocantino Hills hittast reglulega seðlabankastjórar og fjármálaráð- herrar hins vestræna heims.’’* Það væri niðurlæging fyrir David Rocke- feller að verða forseti Bandaríkjanna, — segja aðdáendur hans. Hinsvegar er þægilegt fyrir ættina að einhverjir úr henni séu í viss- um háum stöðum. Nelson Rockefeller, bróðir Davíðs, var 15 ár ríkisstjóri í New York og nú síðast vara- forseti Bandaríkjanna, varamaður Fords, — auðvitað Republikani. — En ættin hefur líka fram-á-menn í Demókrataflokknum: John D. Rockefeller IV.,. bróðursonur Davíðs, varð nýlega ríkisstjóri í Vesmr-Virginíu fyrir Demokrataflokkinn, talið er að það hafi kostað hann 2Vi miljón dollara að fella þar frambjóðanda Republikana, — en þeim flokki hefur Rockefellerættin gefið tæpar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.