Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 17

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 17
undur Morgunblaðsins, sem segir í blaði sínu 2. 3. sl. að kröfugerð ASÍ muni kollsteypa efnahagslífinu, verði hún sam- þykkt. Og klikkir svo út með því að spyrja hvort verkalýðshreyfingin ætli að verða styrkasta stoð verðbólgubraskara og skuldakónga. Já, áróðursvél íhaldsins er komin í gang, og enn á að spila gömlu slitnu plötuna um verðbólguvandann, og skella skuldinni á verkalýðinn nú er hann reynir að krefjast réttar síns. Skuldakóngar íhaldsins kunna að hengja „bakara fyrir smið“. En þeim verður ekki að ósk sinni. Kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar hefur aldrei haft víðtækari hljómgrunn. Á sama tíma og öll skilyrði eru til þess, vegna afkomu þjóðarbúsins og vegna mikillar fram- leiðsluaukningar og hækkandi verðs á afurðum þjóðarinnar, mun íslenskur verkalýður ekki þegjandi láta skammta sér skít úr hnefa. Hann ætlar ekki að láta flæma sig af landi brott, þótt honum bjóðist erlendis vinna á tvöföldum laun- um, hann á fullt tilkall til landsins gæða. Auður þess er ávöxtur erfiðis hans. Og það er í samræmi við þá öldu rót- tækni og þjóðfélagsvakningar sem nú má merkja í röðum verkafólks, að settar eru fram, auk þeinna kjarakrafna, víðtæk- ar kröfur um þreytta stefnu í efnahags- málum. Hin faglega og pólitíska barátta hefur verið tengd saman, því reynslan hefur kennt verkafólki hvernig óvitur, óvinveitt stjórnvöld, geta með pennastriki ónýtt árangur langvinnrar kjarabaráttu. Því er nú samhliða kjarakröfum krafist nýrrar efnahagsstefnu. Þess er krafist að atvinnuvegirnir taki á sig auknar birð- ar, vegna bættrar afkomu. Krafist er lækkunar vaxta, söluskatts og tolla og lækkunar raforkuverðs. Beina skal eftirspurn almennings að innlendri framleiðslu, svo sem með því að settar verði innflutningshömlur um eins árs skeið á innfluttar vörutegundir, sem telj- ast ekki nauðsynjavara eða sannanlega má framleiða innanlands á hagstæðu verði Krafist er áætlunargerðar og skipulags í fjárfestingarmálum. Krafist er að atvinnurekendur taki eðlilegan þátt í skattgreiðslum, á sama tíma og skattar verði lækkaðir á launa- fólki. Þá er krafist félagslegra átaka í mál- efnum elli- og örorkulífeyrisþega, í hús- næðismálum, I vinnuvernd og í dag- vistunarmálum. Með hinni pólitísku kröfugerð sinni hefur verkalýðshreyfingin enn einu sinni minnt á markmið sín um efnahagslegan, félagslegan og menningarlegan jöfnuð. Enn einu sinni hefur hún varðað veginn til nýrra stjórnarhátta, og hafnað efna- hagsúrræðum þeirra er fjármagnið hugs- ar fyrir. Hún hefur í raun stillt rikisvaldinu upp við vegg, það kann að geta leyft sér stundargrið, með því að ganga heilt til samstarfs við verkalýðshreyfinguna. En hvernig sem þeim málum verður háttað í maí, mun verkafólk að lokum þiggja sigurlaunin, því til þess er það vald sem vinnan ein býr yfir, og henni skal fjármagnið lúta. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.