Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 22

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 22
um, til þess að gera fangelsisvistina léttari við samúðarvitneskjuna. En nú víkur sögunni heim til Reykjavíkur. A fundi í Jafnaðarmannafélaginu 18. jan- úar 1923 skýrir Olafur frá för sinni allri og samtölunum í Berlín við Stefán, Einar og Arsæl Sigurðsson, er kom frá Leipzig til að hitta hann. Þann 24. apríl 1923 senda þeir Stefán og Einar svo þýðinguna á Kommúnistaávarpinu heim „samkvœmt beiðni þeirri, er Henrik Ottósson hefur sent okkur fyrir ykkar hönd. Þýðingunni fylgir inngangur eftir Stefán Pét- ursson.” (Þess skal getið að Stefán á aðal- heiðurinn af þýðingunni). Neðan á bréfið er ritað: „Til fræðslustjórn- ar verkalýðsráðsins”. Mun það hafa verið nefnd í tengslum við félagið. Þann 9- maí 1923 segir svo Hendrik frá því á fundi í Jafnaðarmannafélaginu að í ráði sé að gefa ávarpið út, nær sem fjárhags- aðstæður leyfa. Formaður, O.F., lét þess get- ið að „framvegis cetti að lesa upp Kommún- istaávarpið í köflum á fundum félagsins." „Því næst byrjaði Hendrik upplesturinn. Var hann þakkaður með lófaklappi." Rósinkrans Ivarsson lagði svo til „að Stefáni Péturssyni vœri send þakkarkveðja frá ]afnaðarmanna- félaginu. Var það samþykkt og Hendrik fal- ið að koma því til framkvœmda.” A fundi félagsins 23. maí leggur svo Olafur formaður til að „fela nefnd manna í Þýskalandi að halda uppi sambandi milli félagsins og erlendra skoðanabræðra." Voru þrír menn kosnir í nefndina, þeir Stefán, Einar og Arsæll og þeim heimilað að bæta tveim við. Þann 6. júní 1923 mælti svo formaður nokkur orð á fundinum um Kommúnista- ávarpið, las svo formála Marx og Engels, og svo formála Engels, fyrir ávarpinu en Stjórn F.U.K. 1923: Frá v. iil h.: sitjandi: Haukur Björnsson og Hendrik Ottósson; standandi: Jafet Ottósson, Árni Guðlaugsson og Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson (V.S.V.). flutti síðan fróðlegan fyrirlestur um ýmis atriði þess. ★ En þrátt fyrir mörg orð og fögur um ávarpið gekk hægt með útgáfuna. Hinsvegar færðist hreyfingin sjálf í aukana, ekki síst meðal æskulýðsins. Með kosningu nýrrar stjórnar í „Félagi ungra kommúnista" í Reykjavík sumarið 1923, er hafist handa um reglubundin al- 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.