Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 36

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 36
Bandaríkjamönnum. Framsóknarmennirnir virtust fúsir til að nota herstöðvamálið til hins ítrasta til að sprengja nýsköpunarstjórn- ina og hefur lýsing Þórs á afstöðu Hermanns Jónassonar verið harla umdeild. Þór segir m.a.: „Til að öðlast traustari fótfestu í landinu vildi bandaríkjastjórn vinna það til að halda hernaðar- viðbúnaði í sama horfi og verið hafði frá 1945. Með þvi að leggja til hliðar kröfur um viðtæk leigu- réttindi og bjóðast til varnarsamstarfs, vonuðust bandarikjamenn eflaust til þess að yfirvinna ótta islendinga um skerðingu fullveldis. Hermann Jónas- son hafði stungið upp á þvi, að íslendingar kæmu sér upp 1000—2000 manna herliði með tilstyrk bandarikjamanna. Hafði Hermann það ma. í huga, að lögreglan hefði ekki styrk til að bæla niður byltingartilraun kommúnista. Bandaríkjamenn höfðu nú gengist inn á uppástungu Hermanns og væntu þvi sennilega stuðnings framsóknarmanna. Banda- ríkin stefndu enn að varanlegri hersetu, enda var í tillögu þeirra gert ráð fyrir því, að áður en fyrir- hugaður „bráðabirgðasamningur" félli úr gildi, færj fram viðræður um áframhaldandi hernaðarréttindi." Og þegar lokarimman um Keflavíkur- samninginn og væntanlega stjórnarmyndun „lýðræðisflokkanna" stendur fyrir dyrum er afskiptum sendiherrans og afstöðu Hermanns lýst þannig: „Jarðvegur hafði skapast fyrir nýja stjórnarmynd- un og Vilhjálmur Þór lagðist aftur á plóginn, þar sem frá var horfið haustið 1945. Með tillitssemi við pólitískan heiður framsóknarmanna vildu banda- ríkjamenn gera Keflavíkursamning að kveikjunni að stjórnarmyndun lýðræðisflokkanna. Vissa var fyrir því, að þótt ekki yrði fallist á breytingar, yrði samn- ingsuppkastið marið í gegnum þingið. En eins og Dreyfus benti yfirboðurum sínum á, gat vottur af sveigjanleika áorkað því „sem var Bandaríkjunum og Islandi stórum þýðingarmeira ....“ I 5 klukkustundir samfleytt þjörmuðu Cumming og Dreyfus að Hermanni Jónassyni. Notuðu þeir „allar hugsanlegar röksemdir og fagurgala" til þess að telja hann á að styðja uppkastið með áðurnefnd- um breytingum. Hermann lét ekki segjast, og bandaríkjamenn vöruðu hann strengilega við að gera Framsóknarflokkinn að taglhnýtingi komm- únista. Var Hermann sagður hafa heitið því „að undir engum kringumstæðum skyldi hann eða flokkur hans starfa með kommúnistum". Þetta heit hafði stórpólitíska þýðingu, því andstaðan gegn samningnum opnaði Hermanni möguleika til stjórnarmyndunar með stuðningi sósíalista. Barátta bandarikjamanna fyrir samningsuppkastinu og stjórnarmyndun lýðræðisflokkanna rann orðið sam- an í einn farveg. Eftir þrefið við Hermann töldu bandaríkjamenn sig vita, hvað honum gekk til: Þótt hann [Hermann] virðist harma þá taflstöðu innanlandsmála, sem hann telur að ráði núverandi afstöðu sinni, er hatur hans á Ólafi Thors þvílíkt, að honum eru aðrar leiðir lokaðar. Sem banda- ríkjavinur, og það er Hermann raunverulega, ráð- leggur hann okkur að knýja samningsuppkastið I gegn eins fljótt og auðið er. Hann telur allar horfur á því, að alþingi samþykki uppkastið.. Þingmeirihlutinn stóð enn í járnum, en banda- rikjamönnum var ekki rótt. Að áeggjan þeirra skár- ust bretar í leikinn og hvöttu Islendinga til þess að hafna ekki samningsuppkastinu. Var boðskapur þessi birtur almenningi. Gerald Shepherd, sendi- herra breta, tók að sér að reyna frekari fortölur við Hermann Jónasson. Taldi Shepherd, að kominn væri timi til að framsóknarmenn sýndu i verki margyfirlýsta vináttu við engilsaxa. Er 5 dagar voru til atkvæðagreiðslu á alþingi, kom Hermann skyndilega að máli við Dreyfus og Cumming. Trúði hann þeim fyrir þvi, að nokkrir þingmenn fram- sóknar, undir forystu Eysteins Jónssonar, mundu styðja samningsuppkastið við lokaafgreiðslu máls- ins. Keflavíkursamningurinn ætti því að ná fram að ganga með tilstyrk 30—35 þingmanna. Fram- sóknarflokkurinn hafði bersýnilega fundið ráð, er tryggði taflstöðu hans til hægri og vinstri. Dreyfus hafði það fyrir satt, að við fortölur Shepherds hefði fjölgað í liði Eysteins." Framsóknarmenn hafa tekið óstinnt upp ofangreindar upplýsingar. Þessar upplýsingar Þórs og birting hans á breskum og banda- rískum skýrslum hafa sýnt svo ekki verður um villst, að forystumenn svonefndra „lýð- ræðisflokka" hafa staðið í baktjaldamakki og sótt ráð til erlendra aðila til að ákvarða um íslensk stjórnmál og erlendir sendiherrar 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.