Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 45

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 45
unni" við hlið Leníns, en ..skrifstofan" eða ,,mið- stöð" Alþjóðasambandsins starfaði sem tengiliður við alla flokkana. (Auðvitað skyldu þeir þá aðeins hafa eitt atkvæði saman fyrir allan flokkinn). Skrif- aði Lenín bréf þessa efnis í Kaupmannahöfn 2. sept. til „miðstöðvar" Alþjóðasambandsins. i sendinefnd rússneska flokksins á þinginu voru 20 fulltrúar: 10 sósíaldemókratar, 7 sósíalbyltinga- menn, 3 frá verklýðsfélögum. i sósíaldemókrata- hópnum voru m.a.: Lenín, Sinowjew, Kamenew, Warski,4) — einn af bestu pólsku foringjunum, Martov og Martynow, — allir með atkvæðisrétti, en svo Trotski, Lunatscharski, Kollontay og fleiri með ráðgefandi atkvæði. Auk þess komu þarna allmargir gestir, svo sem Maisky. Ennfremur hélt Lenín og fleiri fund með tveim af þingmönnum flokksins í „Dumunni", rússneska þinginu. Lenín notaði tækifærið að halda ,,klíku"-fundi með allmörgum fulltrúum, sem þá voru vinstra megin í Alþjóðasambandinu, til þess að undirbúa komandi baráttu gegn hægrimönnum og undanslátt- arstefnu þeirra. i hópi þessara vinstri manna, er Lenin talaði þá við um þessi mél voru: Rosa Lux- emburg og Emmanuel Wurm (Þýskal.), Jules Guesde og Charles Rappoport (Frakkl ), Louis de Brouckére (Belgíu), Pablo P. Iglesías (Spáni) og Plechanov og D. B. Rjazanov (Rússl.).0' Áður en Lenín kom til Hafnar, hafði hann skrifað M. W. Kobetski, er þar var og beðið hann að út- vega sér ódýrt herbergi á leigu, meðan hann dveldi bar ásamt konu sinni og tengdamóður — og enn- fremur athuga hvenær bókasöfn ríkisins eða há- skólans væru opin, því hann ætlaði að lesa sér þar ýmislegt til um landbúnað í Danmörku. Ann- aðist Kobetski7) allt þetta vel fyrir hann. Þeir voru nánir vinir og félagar. Er þinginu í Höfn var lokið fór Lenín um miðjan september til Sviþjóðar. Hann hafði komið því svo fyrir að móðir hans María Alexandrovna, og systir hans María komu þangað til að hitta hann. Hafði hann þá ekki séð móður sína í þrjú ár. Hann gat auðvitað ekki farið til Rússlands. Móðir hans var þá 75 ára. Þau voru þarna saman tiu daga. Það var í síðasta sinn, er þau sáust. Hún dó 1916. — María systir hans segir svo frá að einn daginn hafi móðir hans verið með honum á hópfundi bolshevika, þar sem Lenín hélt ræðu. Það var í fyrsta og eina skiptið, sem hún heyrði son sinn flytja ræðu. ,,Ég held að þá hafi komið í hug henn- ar önnur ræða, sem hún eitt sinn hlustaði á: ræða Alexander lljitsch fyrir réttinum. Það sást á svip hennar." — Svo skrifar María í endurminningum. Alexander, eldri bróðir Leníns, var tekinn af lifi 21 árs, 8. maí 1887 af böðlum keisarastjórnarinnar. — Lenín og móðir hans kvöddust innilega, er hún fór um borð í skipið til Rússlands. Þau munu bæði hafa haft á tilfinningunni að þetta var siðasta kveðjan. Lokahugleiðingar Hvernig stóð á að Ólafur Friðriksson var á þessu þingi? Hann var ekki i danska sósíaldemokrata- flokknum á þessum tíma að því er best er vitað. En hann sótti fundi þeirra og hefur liklega verið orðinn kunnugur ýmsum flokksbundnum félögum —og það var ekki eins erfitt að komast á þessi þing þá eins og nú er viða. Máske hefur hann bara farið í fylgd með flokksbundnum félaga (Ég man eftir að ég fékk að koma á flokksþing Kommúnista- flokks Þýskalands i Leipzig um mánaðamótin jan- úar—febrúar 1923 og tveir óflokksbundnir félagar með mér, þegar ég bara sýndi flokksskýrteini mitt i KPDI). Vafalaust hefur Ólafur séð margt af þeim leið- togum, sem þarna voru, m.a. Rússunum, þó hann kynntist þeim — eins og Lenín — ekki fyrr en 11 árum síðar. Vafalaust hafa „karlarnir" — eins og tuttugu og fjögra ára manni finnast fertugir menn vera — ekki verið eins „girnilegir til fróð- leiks" eins og sú fagra hrífandi Kollontay. Það voru þarna líka fleiri en Kollontay af bestu foringjum sósíalista af kvenkyninu: Rósa Luxemburg flutti á þessu þingi tillögu ásamt Frakkanum Jean LonguetK> þar sem innilegar kveðj- ur voru sendar spánska Sósíalistaflokknum, bæði vegna ofsókna, sem hann þá hafði orðið fyrir, blóð- fórnanna 1909, þar sem m.a. Francisco Ferrer, einn af leiðtogunum, var myrtur. Jafnframt var flokknum óskað til heilla með kosningu fyrsta sósíalistans á þing fyrir verkalýðinn í Madrid. En það var einmitt Iglesías, er mættur var á þinginu. — Tillaga þessi var einróma samþykkt. Clara Zetkin") var líka á þessu þingi. Flutti hún m.a. tillögu um alþjóðlegan kvennadag ásamt Kathe Duncker og fleirum. Þannig er 8. mars til orðinn sem dagur alþýðukvenna. Alþjóðaþing sósíalistiskra kvenna var og haldið um þetta leyti i Höfn. Var Clara Zetkin ein af for- 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.