Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 47

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 47
í FALLGRYFJU HINS FEITA ÞJÓNS? íslensk þjóð hefur oft staðið tæpt í sjálfstæðisbaráttu sinni gegn erlendu valdi. Einnig eftir að hún öðlaðist fullveldi sitt, hafa hætturnar i sífellu vofað yfir. Sjálfstæðið er ekkert öruggt hnoss, áunnið sér til eilífðar. Það verður hvern dag að standa á verði til að varðveita það. Svo hefur það verið hingað til og verður áfram. En það er nauðsyn að þjóð vorri sé Ijóst hve tæpt oft stóð í þeirri frelsisbaráttu, sem háð hefur verið hingað til, — og hve tæpt stendur nú. I. BARÁTTAN FYRIR SJÁLFSFORRÆÐINU Sagan af sex alda nýlendukúgun brenndi S1g inn í hug þeirrar kynslóðar, sem nú er að hverfa, og gerði henni fært að standa á verði gagnvart þeim hættum, sem yfir íslandi vofðu það sem af er þessari öld. Það verður að segjast þeim kynslóðum til hróss, sem forðum byggðu þetta land, að þótt þær væru neyddar til að taka sér einvaldan konung í Kópavogi 1662 og sæju útþurrkun þjóðar- innar blasa við 1783, þá sukku þær aldrei svo djúpt að innlima landið lögfræðilega í annað ríki. Það er fyrst eftir að burgeisastétt tekur að myndast á íslandi að sú hætta innlimunarinn- ar verður svo geigvænleg að meirihluti Al- þingis samþykkir innlimun í danska veldið uppkastið — en þjóðin rís upp og kol- fellir það í kosningunum 1908. „Einsdæmið" Skúla dugði þá þjóðinni.1' Fullveldið næst 1918, fyrst ei var því fargað 1908. Það var vafalítið beitt „diplo- matiskum" ráðum á báðar hendur. England, — gammurinn, sem alltaf vofði yfir auðlindum íslands, — varð okkur viss stoð í sjálfstæðisbaráttunni við Dani, —¦ og ætlaði sér vissulega bráðina á eftir, svo sem raun varð á. Engu að síður var rétt að hag- nýta áhrif Englendinga í þágu þeirrar sjálf- stæðisbaráttu, er þá var háð. Það var og Jóni forseta Sigurðssyni ljóst. Það var nýlega rætt,"' að samböndum ís- lenska Alþýðuflokksins við danska sósíal- demókrata hefði verið beitt, til að fá þá til að aðstoða 1918, sem og tókst. En máske fylgdi þar böggull skammrifi — og skal þó ekkert fullyrt fyrr en öll kurl koma til grafar. En hinn sameiginlegi borgararéttur var í sjálfu sér stórhætta íslandi — og olli því að tveir þingmenn (Benedikt Sveinsson og Magnús Torfason) voru á móti fullveldis- samningunum. Alþingi reyndi að setja skorð- 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.