Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 52

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 52
manna þjóðar í fjármálum, að ekki er ein- leikið. Þannig tók viðreisnarstjórnin þá stefnu sællar minningar fyrir áratug að nú væri um að gera að losa sig við fossana í hvern fjandann sem væri, t.d. útlendinga fyr- ir lítið fé, því þeir yrðu rétt strax úreltir og ósamkeppnisfærir vegna ódýrrar atómorku!! Og út frá svona hlægilega vitlausum for- sendum var hinn vitlausi og skaðlegi samn- ingur við alumíniumhringinn gerður, Islandi til stórtjóns. Og enn birtist sama glópskan í sambandi við Grundartanga-verksmiðjuna, íslenskt raf- magn selt undir framleiðsluverði til þess að framleiða vöru, sem íslenskt þjóðfélag fær allan fjárhagsskellinn af, ef kreppa verður á kapítalistiskum mörkuðum. Það eru engin takmörk fyrir því hvílík glópska gemr gripið vissa menn, þegar efna- hagsmál og ávinningsvon eiga í hlut. Það voru margir Islendingar, sem vildu ganga í Efnahagsbandalagið 1961, — og gerðu sér alls ekki ljóst hver tortíming það var jafnt lagalegu sem efnahagslegu sjálfstæði landsins — og de Gaulle bjargaði okkur þá með því að hindra inngöngu Englendinga, en margir Islendingar hefðu þá viljað elta þá. — Hins- vegar sagði Bjarni Benediktsson við mig nokkra síðar: „Ekki skil ég í því að nokkur Islendingur geti verið fylgjandi því að við göngum í Efnahagsbandalagið." Þá hafði hann grandskoðað Rómarsamninginn, sem liggur því bandalagi til grundvallar, og var alveg ljóst að hér var um það að ræða að mynda nýtt voldugt og víðfeðma ríki og hvort Island yrði hluti af því. (Hinsvegar höfðu allir fulltrúar Alþingis á fundi nor- ræna ráðsins í Osló 1958 nema ég — greitt atkvæði með ósk um það til þeirra samn- ingamanna í París, er þá voru að reyna að mynda eitt efnahagsbandalag úr öllum ríkj- um Vestur-Evrópu, líka þeim er svo klofn- uðu í EB og Efta, — um að þeim mætti tak- ast að mynda þá alþjóðasamsteypu, það auð- valds-stórveldi. Eg greiddi einn atkvæði á móti). En þótt inngöngu í EB væri þá afstýrt og fiskimiðin séu þar áfram hindrun, þá eru inn- limunartilhneigingarnar afar ríkar hjá ein- stökum áhrifamönnum og birtast þá í því að vilja ofurselja útlendu auðvaldi fossaaflið fyrir lítið verð — og fá á sig kröfur um sér- samninga um markaði, t.d. í EB, rétt á eftir. Hér er ekki lengur glópskan ein á ferð. Hjá vissum hlutum íslenskrar borgara- og brask- arastéttar, — og gildir það jafnt um pólitíska braskara sem fjárglæframenn, — er sterk til- hneiging til að fá volduga auðmenn inn í landið, máske sem bandamenn gegn íslenskri alþýðu — og er þá ekki um það hirt þó burgeisar vorir séu þar með að kaupa sér herra, — þeir borga þá hvort sem er ekki sjálfir, láta alþýðu manna greiða reikninginn dýrt. — Þeim hrýs máske alls ekki hugur við að enda sem feitir, ríkir, hátt launaðir þjónar hinna nýju herra. Erlent fjármagn yrði miklu sterkara en ís- lenskt í atvinnulífinu, — og það þýddi um leið að sjálfstætt erlent einkaauðmagn yrði miklu voldugra í íslensku þjóðlífi en það fjármagn ríkis, bæja og samvinnufélaga, sem nú er raunverulegur meirihluti fjár í íslensku atvinnulífi. Og ef fjölþjóðahringar fengju að framkvæma hér fyrirætlanir, eins og Austur- landsvirkjun þá, sem fram kemur í leyni- skjölum þeim, er Þjóðviljinn hefur birt („integral"), þá yrði öllu íslensku þjóðlifi umturnað: Erlent fjármagn yrði sterkasta pólitíska valdið á Islandi með flokka eins og Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn sem leppflokka sína, ef þessir flokkar hefðu hleypt því hér inn, — Island yrði raunveru- lega nýlenda á ný, þótt það héti sjálfstætt lýðveldi að nafninu til, — skipaði svipaðan 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.