Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 59

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 59
„Yfirgangs- og útþenslustefna rússa i Evrópu ógnar öryggi Vestur-Evrópurikja." „Islenskir kommúnistar eru handbendi rússa." Á bls. 120—130 birtir BG endurminningar þátt- takenda, sem kollvarpa röksemdum Nató-sinna gjörsamlega. BG leggur fyrir spurningu um hvort forvígismenn þriflokkanna hafi óttast að Islandi kynni að vera hætta búin af rússneskri árós. Þór- arinn Þórarinsson, Gylfi Þ. Gíslason og Gunnar Thoroddsen svara þessari spurningu allir neitandi; þar með er fyrri aðalforsendan fallin. BG spyr einnig hvort menn telji að hætta hafi verið á því að íslenskir sósíalistar reyndu að brjótast til valda „æeð ofbeldi, valdráni eða byltingu." Sigurður Bjarnason segist ekki vera trúaður á það. Gylfi Þ. Gíslason kveðst ekki hafa talið „hættu ó valda- töku kommúnista hér á landi". Gunnar Thoroddsen tekur í sama streng. Þórarinn Þórarinsson segir að ótti við „valdaránstilraunir sósíalista hafi ekki verið til I Framsóknarflokknum á þessum tíma.“ Þar með er fallin siðari röksemdin og þá stendur ekkert eftir. Þess vegna er blátt áfram spaugilegt að lesa þá niðurstöðu BG að: „Röksemdir fylgis- manna aðildar Islands að Atlanshafsbandalaginu eru í öllum aðalatriðum þær sömu enn þann dag i dag og þær voru á þessum tíma." (Bls. 120). Ein aðferð BG er fólgin I því að dreifa stað- reyndum og tilvitunum um bókarhluta sinn þannig að sem fæstir verði varir við samhengið. Með all- nákvæmum lestri sést þó tam. hversu bókarhlutinn sjálfur sýnir að „óttinn við kommúnista" var hel- ber tilbúningur sem enginn trúði i raun. Samt heitir heill bókarkafli þessu nafni „Óttinn við kommúnista" — en miklu aftar I bókinni eru þær tilvitnanir sem hér á undan var vlsað til I þá Þór- arinn Þórarinsson, Gylfa Þ. Gislason, Gunnar Thor- oddsen, Sigurð Bjarnason. „AÐ STEYTA Á SKERI ÓMJÚKRA ATVIKA“ Besti hluti bókarhluta BG er viðtal hans við Sigurbjörn Einarsson biskup. Verður þessum hluta Oreinarinnar best lokið með þvi að vitna til við- talsins við Sigurþjörn, en hann segir: „Ég stend enn við það sem ég sagði 20. febrúar 1949: „Það er enn sem fyrr hugsjón sem þjóð okkar er sæmd af að hún skuli þótt svo væri ein allra þjóða vera vopnlaus. Vera má að sú hugsjón steyti enn á skeri ómjúkra atvika. En þar fyrir má hún hafa griðland á Islandi. Og hugsjónir eiga fyrir- heit, sem ber yfir alla tímabundna ósigra.“ Hugsjón Sigurbjörns Einarssonar hafði þegar steytt á skeri ómjúkra atvika fyrir 1949. Þjóðin hafði öðlast sjálfstæði 1944, hún hafði hafist af bónbjargarstigi til bjargálna á örskömmum tíma með tæknibyltingu og nýsköpun. 1945 sáust váleg ský við sjóndeildarhring; krafa bandaríkjamanna um herstöðvar til 99 ára. Vegna aðildar Sósíal- istaflokksins að þeirri rikisstjórn — nýsköpunar- stjórninni — er þá sat í landinu var kröfunni hafn- að, en bandaríkjamenn héldu fast við sinar kröfur. Þeir ákváðu að fara aðra leið, og þeir vissu að þeir áttu bandamenn á Islandi. eins og Vilhjálm Þór, samanber nýlega grein Þórs Whitehead i Skirni 1976. Keflavikursamningurinn var fyrsta skrefið á þeirri leið, samtimis svo til myndun þríflokkastjórn- arinnar Stefaniu, Alþýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins. Hún tók að sér að ryðja brautina fyrir Marsjallfé inn i landið, hún tók að sér að tryggja aðild Islands að Nató. Þetta var óvinsæl rikisstjórn, svo mjög að bandarikja- menn óttuðust um tíma að hún kynni að hrökklast frá og að sósíalistar yrðu teknir inn í rikisstjórn. Til þess að koma I veg fyrir það buðu bandaríkja- menn íslensku rikisstjórninni að kaupa 20.000 tonn af saltfiski. Þessi ríkisstjórn lét sig ekki muna um að selja sjálfsvirðingu sína og hluta af nýfengnu sjálfstæði þjóðarinnar fyrir saltfisk. Hún lækkaði kaupið og hún efndi til samstilltrar baráttu aftur- haldsaflanna gegn sósialistum. Meðal annars beitti hún sér fyrir þvi að útiloka sósialista frá forystu- sveit Alþýðusambands Isl. Það gerðist 1948, og i skýrslu bandariska utanrikisráðuneytisins um sam- skiptin við Island það herrans ár kemur fram, að bandarikjastjórn leit einmitt forystuskiptin innan ASl með sérstakri velþóknun. Er kom fram á árs- byrjun 1949 hafði þríflokkastjórninni tekist að lækka kaupið og tekist að efna til átaka mili; meginstéttanna; togaraverkfall stóð tam. á annan mánuð. Sú þjóð sem hafði um aldir alda búið i torfkofum kúguð af erlendum og siðar einnig inn- lendum höfðingjum hafði nú mátt og aðstöðu til þess að beita samtakamætti sínum, verkfallsvopni, I kjaraátökum, enda þótt pólitísk forysta verkalýðs- hreyfingarinnar, þe. ASl, væri nú í tröllahöndum. Framvörðurinn sem bar merkið hátt var Verka- mannafélagið Dagsbrún. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra landsins hafði kvartað undan því við bandaríska embættis- 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.