Réttur


Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 68

Réttur - 01.01.1977, Blaðsíða 68
vegar skapa auðinn og hinna sem hirða hann, meðan vald er möguleiki til að grípa til þvingunar- tækja og er að meiru eða minna leyti stofnkennt og hvílir á rétti eða heimild. I vanþróuðum iöndum ris ríkisvaldið hátt yfir aðrar stofnanir hins borg- aralega samfélags. Þannig var sú áhersla sem Lenín lagði á yfirráðin yfir ríkisvaldinu rétt út frá þeim samfélaaslega raunveruleika sem ríkti í Rúss- landi á hans tímum. Hitt er svo annað mál, hvort bolsévíkum tókst að brjóta niður hið borgaralega ríkisvald og setja í stað þess sósíalístískt rikisvald. Lenín las fyrir eftirfarandi bréf á gamlárskvöld 1922 sem er hluti af svokallaðri erfðaskrá hans. ,,Enn sem stendur hljótum við — ef við viljum vera heiðarlegir — þvert á móti að segja, að við köllum það stjórnkerfi okkar eigin, sem er okkur raunverulega algjörlega framandi ennþá. Þetta stjórnkerfi er hrærigrautur burgeisastefnu og zar- isma, sem við gátum ekki lagt að velli á fimm árum, þó að við værum allir af vilja gerðir." Og skömmu áður í sama bréfi segir hann: „embættis- mennirnir . . . koma reyndar frá sama rússneska stjórnkerfinu sem við þáðum af zarismanum og . . . smurðum aðeins litillega með sovétolíu." Sú staðreynd að ekki tókst að brjóta stjórnkerfi zarsins í rúst var ein af meiriháttar harmleikjum rússnesku byltingarinnar og mótaði árangur henn- ar framar öðru. En þessi staðreynd afsannar þó enganveginn sannleiksgildi kenninga Lenins heldur undirstrikar enn rækilegar þau risavöxnu vand- kvæði sem við er að glíma eftir snögga valdatöku minnihlutahóps, í landi sem hefur engar forsendur sósíalískrar byltingar. Vandi sósíaldemókrata var annars eðlis. Þeir urðu að gera sér grein fyrir því hvernig þeir ættu að koma á sósíalisma í tiltölulega háþróuðum iðn- aðarauðvaldsríkjum. Þeirra villa fólst í því, að þeir höfðu í grundvallaratriðum skakkar hugmyndir um ríkið og eðli valdsins í ríkjum á slíku þróunar- skeiði. Þeir gengu út frá því, að i gegnum lýðræðið fengju þeir aðgang að þungamiðju valdsins, sem væri í höndum þjóðþinganna. I slíkri þjóðfélags- sýn er valdinu dreift út á milli borgaranna, sem með vissu millibili eiga að kveða upp dóm sinn. Þeir fulltrúar, sem þeir velja skulu síðan mynda rík- isstjórn sem sitji við stjórnvöld fram að næstu dómsuppkveðningu, sem á okkar máli nefnist kosn- Ingar. Meginþungi hinnar póiitisku baráttu verða því þingkosningar og um þær snýst allt starf flokksins og stefnumótun. En eðli valdsins er ekki svona einfeldnislegt. Það er ekki staðsett í einni sérstakri stofnun hins háþróaða borgaralega samfélags — heldur ekki í þinginu. Valdið er miklu víðtækara og heildrænna en þessi forskrift gengur út frá. Iðnveldi nútím- ans eru stofnanasamfélög. Hugtakið stofnun er hér notað um kerfi framkvæmda og reglna sem snertir gildi og þau tæki sem þróuð hafa verið til að á- kveða framkvæmdirnar og stjórna reglunum. Þess- ar stofnanir eru m.a. skólar, fjölskyldur, verksmiðj- ur, ráðuneyti, kvikmyndahús, kirkjan og margt ann- að. Sumar stofnanir eru gamlar venjur eða einhver rikjandi hugsunarháttar eða afstaða. Þessi aragrúi smárra stofnana myndar síðan stærri þjóðfélags- svið sem spanna t.d. yfir efnahagslífið, mennta- málin o.s.frv. og meðal þeirra er löggjafarþingið. Þingið er þessvegna ekki samnefnari valdastofnana í samfélaginu, heldur fremur ein þeirra þótt færa megi rök að því, að í ríkisvaldinu séu samandregin mest völdin. Stofnanirnar fléttast saman í eina heild, sem þó er ekki órjúfandi heldur standa þær í innbyrðis afstöðu sem sýnir raunverulegt valdakerfi samfé- lagsins. Þetta birtist í afstöðu stéttanna hverrar til annarrar og styrkleikahlutföllum þeirra. Borgara- stéttin hefur efnahagslegt, pólitískt og hugmynda- fræðilegt forræði í því þjóðfélagi sem við lifum í. En þótt sósíaldemókratískri stjórnlist geigaði við að koma á róttækum þjóðfélagsbreytingum, sem einkum má skrifa á reikning þeirrar gölluðu grein- ingar sem þeir gera á uppbyggingu valdsins í sam- félaginu, er ekki hægt með rökum að sanna að ógerningur sé að berjast fyrir sósíalískum um- breytingum á grundvelli borgaralegs þingræðis. Það er gott svo langt sem það nær, en fleira verður að koma til. Ríkrar tilhneigingar hefur gætt meðal sósíalista að alhæfa og einhæfa mjög það sem kalla má tilhneigingar eða þróunarstefnur og munum við eflaust koma inn á það síðar. Oft heyrist t.d. sú skoðun að þingræðið sé nauðsynleg aðferð borgaranna til að stjórna hag- kerfi sínu og því hljóti öll þátttaka I þeim leik að dæmast borgaraleg og þar með andsósíalísk. Þetta er alltof mikil einföldun. Þingræðið er mjög æskileg leið fyrir borgarana og sem byggist á þeirri sögulegu staðreynd að kapítalismanum hefur verið þröngvað til að draga verulega úr skorti á 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.